Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 18
136 Kirkjan og striðið. Apríl. Þessar skoðanir birtast í rauninni í þrennskonar afstöðu manna. 1. Sumir ætla, að stríð, einkum í nútimamynd, sé æfin- lega synd — afneitun á kærleikseðli Guðs, hjálpræði kross- ins og samfélagi heilags anda, stríð sé altaf lil tjóns en einskis gagns. Því aðeins geti kirkjan endurfætt þjóðirnar og iiafið þær á hærra stig, að hún vinni gegn stríðum undir öllum kringumstæðum. Þessir menn liljóta því að skorast undan því að fara í stríð og hvetja aðra að fara að dæmi sínu. 2. Aðrir geta aðeins liugsað sér að taka þátl i rétt- látri styrjöld, en dómar þeirra eru misjafnir um það, hvað sé réttlát styrjöld. a. Sumir telja, að kristnum mönnuni leyfist aðeins að taka þátt í stríðum, sem niegi réttlæta samkvæmt al- þjóða lögum. Þeir álíta, að Guð hafi lagt ríkinu þá skyldu á herðar í þessum synduga heimi að beita valdi, þegar háski sé húinn lögum og reglu. Stríðum gegn þeim, er rjúfi alþjóða samþyktir og sáttmála, megi líkja við lög- reglu ráðstafanir, og því séu kristnir menn skyldir til að fara í þau. En hinsvegar hafi ríkið engan rétt til þess að knýja nokkurn mann út í ranglátt stríð. . . . b. Aðrir ætla, að það sé „réttlátt stríð,“ sem háð er lil þess að verja þá, er ráðist er á ranglega, eða tryggja kúg- uðum frelsi. Þeir telja það skvldu kristinna manna að grípa lil vopna, þegar öll önnur ráð bregðast. Þeir skír- skota til dóms samviskuimar i þeim efnum. Þólt kristnir menn eigi að vera fúsir til þess að vera sjálfir píslarvottar, þá megi þeir ekki hrinda öðrum út i það með því að neita þeim um stuðning. 3. Aðrir lita svo á, að engin friðarviðleitni íai stöðvað strið á jörðu, þótt öllum sé skvlt að sinna lienni. Guð hafi sett ríkið til þess að lialda uppi lögum og rétti, og því sé hver kristinn maður skyldur til að styðja það eftir megni. Þar af leiðandi megi liann grípa til vopna fvrir land sitt,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.