Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Kirkjan og stríðið. 137 og þvi aöeins neita herskyldu, að hann viti með vissu, að riki hans hafi rangt fyrir sér, hefji t. d. árásarstríð. Vér viljum ekki halda þvi fram, að nokkur þessi af- staða sé eina rétta kristilega afstaðan. Kirkjan verður að leggja áherzlu á það, að alt þetta fálm sé vottur um synd- ina, sem hörn hennar séu flækt í. Hún má ekki friða sig með þeirri hugsun, að þessi niismunur hljóti að haldast, heldur verður hún að gjöra all, sem í hennar valdi stendur, til þess að leysa úr þessu vandamáli. Þeir, sem hafa mis- jafnar skoðanir, verða að koma saman og leitast við að læra hverir af öðrum að skilja vilja Guðs, eins og hann hirtist í Jesú Kristi. Kirkjan verður að viðurkenna það, að hörn hennar eru einnig kölluð til þess að vera þegnar ríkis, og að fyrir því getur orðið skyldnaárekstur, en jafn- framl verður hún að veita hjálp til þess að koma auga á vilja Guðs og virða sannfæringu og samvizku hvers manns, hvort sem hann telur sér skylt að taka þátt í stríði eða ekki. Kirkjan verður að hvetja hörn sín til þess að kannast Við þá sök, er þau eigi á stríði og að hernaðarandinn skuli haldast með þjóðunum. Þrátt fyrir friðarviðleitni kirkj- Hnnar, hafa hvorki prestar né leikmenn gjört það, sem Þeir hefðu átt að gjöra, til þess að eyða orsökum stríða með því að andmæla ráðstöfunum, sem hafa leitt til stríðs, °g tala af mikilli djörfung máli sannleikans á stríðstím- Um. Jafnframt verður kirkjan að hvetja öll börn sín til Pess að varðveita einingu andans í bandi friðarins og var- ast að sá því sæði, sem ófriður getur sprottið af. Kirkjan þarf að minna börn sín á það, að skoðunin um oskorað fullveldi ríkisins eða þjóðarinnar, hvort heldur ei* á friðartímum eða ófriðar, fær ekki samrýmst trú kirkj- Unnar á Jesú Krist sem hinn eina drottin, og má því eng- an veginn ráða úrslilum. Það er skylda kirkjunnar að vinna þeirri þjóð, sem hún starfar meðal, en mesta gagn- 1"o vinnur hún henni með því að vera sjálf trú og blýðin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.