Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 19

Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 19
Kirkjuriti ð. Kirkjan og strííSicS. 137 og því aðeins neita herskyldu, að liann viti með vissu, að riki hans hafi rangt fyrir sér, liefji l. d. árásarstríð. Vér viljum ekki halda því fram, að nokkur þessi af- slaða sé eina rétta kristilega afslaðan. Kirkjan verður að leggja áherzlu á það, að alt þetta fálm sé vottur um synd- ina, sem hörn hennar séu flækt i. Hún má ekki friða sig með þeirri hugsun, að þessi mismunur hljóti að haldast, lieldur verður hún að gjöra alt, sem í liennar valdi stendur, til þess að leysa úr þessu vandamáli. Þeir, sem hafa mis- jafnar skoðanir, verða að koma saman og leitast við að læra hverir af öðrum að skilja vilja Guðs, eins og liann birtist i Jesú Kristi. Ivirkjan verður að viðurkenna það, nð hörn hennar eru einnig kölluð lil j)ess að vera þegnar >'íkis, og að fyrir því getur orðið skyldnaárekstur, en jafn- framt verður hún að veita hjálp til þess að koma auga á vilja Guðs og virða sannfæringu og samvizku livers manns, iivort sem liann telur sér skylt að taka þátt í stríði eða ckki. Kirkjan verður að hvetja börn sín til þess að kannast V1ð J)á sök, er þau eigi á stríði og að hernaðarandinn skuli lialdast með þjóðunum. Þrátt fyrir friðarviðleitni kirkj- unnar, hafa hvorki prestar né leikmenn gjört það, scm ])eir hefðu ált að gjöra, til þess að eyða orsökum stríða Joeð því að andmæla ráðstöfunum, sem hafa leitt til stríðs, °S tala af mikilli djörfung máli sannleikans á stríðstím- 11111 ■ Jafnframt verður kirkjan að hvetja öll börn sin til þess að varðveita einingu andans í bandi friðarins og var- ast að sá því sæði, sem ófriður getur sprottið af. Kirkjan þarf að minna börn sin á það, að skoðunin um oskorað fullveldi ríkisins eða þjóðarinnar, hvort heldur C1' a friðartímum eða ófriðar, fær ekki samrýmst trú kirkj- llunar á Jesú Krist sem hinn eina drottin, og má því eng- an vcginn ráða úrslilum. Það er skylda kirkjunnar að Vluna þeirri þjóð, sem hún starfar meðal, cn mesta gagn- id vinnur hún henni með því að vera sjálf trú og hlýðin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.