Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 20
138 Merkileg nýung í safnaðarstarfi. April. drotni sínum og hafa fagnaðarerindi lians fyrir mæli- kvarða á þjóðmálin og stjórnmálin. Kirkjan, sem játar trú sína á hjálpræðið fyrir Jesú Krist, lítur hvern mann þeim augum, að hann sé „hróðir- inn, sem Kristur dó fyrir.“ Hún á því ekki aðeins á friðar- timum eða ófriðar að biðja fyrir þjóðinni, sem hún starf- ar hjá, heldur einnig fyrir fjendum hennar. Ef kristnir menn í löndum, sem eiga í ófriði innbyrðis, vilja hiðja í anda Krisls, þá munu þeir ekki biðja hverir gegn öðrum. Kirkjan á í orði, verkum og sakramentum að bera vitni um það, að Guðs ríki sé veruleiki liátl yfir þjóðaheiminum. Hún á að kenna og hlýða orði drottins síns: Elskið óvini vðar. Á. G. Jnjddi. Merkileg nýung í safnaðarstarfi. Sóknarpresturinn í Hálsprestakalli í Fnjóskadal, séra Helgi Sveinsson, hefir fyrir nokkuru siðan hafist handa um nýbreytni í safnaðarstarfi í prestakalli sínu. Fyrir forgöngu hans hefir verið stofnað félag með fólki úr þremur sóknum prestakallsins, Draflastaða- Háls- og Hlugastaðasóknum. Félagið heitir: „Kristi- legt menningarfélag Fnjósdæla“. Markmið félagsins er: 1) að afla þessum sóknum úrvalsbóka til eflingar kristilegum áhuga og menningarlífi. 2) að efna til almennra funda um trú- og sið- gæðismái. 3) að láta liknarmálin til sin taka, (verða líknarfélag), Telur félagið nú 150 meðlimi, og hafa þegar nokkurir fundir verið haldnir og bókakaup verið hafin. Er ánægjulegt að frétta af þessu nýja starfi og mun margt gott af því leiða í framtíðinni. Hefir séra Helgi sýnt mikinn dugnað við félagsmyndun þessa, enda áhugamaður í starfi sínu. Fór hann heim á heimiti safnaða sinna og ræddi og undirbjó málið. Var erindi hans vel tekið, og munu söfnuðir hans fagna félagssamtökum þessum og starfi því, sem hér er hafið. Síðar mun séra Helgi hafa i hyggju að skýra frá og ræða opinberlega þessa hugmynd sína. Sigurgeir Sigurð'sson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.