Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 22
140 Krist: inn Daníelsson April. voru Þórarinn Árnason, Magnúsdóttir, merkishj bóndi þar, og kona ón. Hún var systir lians, Helga Ingunn bónda Magnússonar í Birtingaholti, og cr það þjóðkunn gáfu- mannaætt, seni ekki er þörf að rekja hér. Séra Bjarni hafði og góða greind, sem naut sín þó miður fyrir það, að bókbneigð og námskapp var ekki að sama skapi. Þegar séra Bjarni var 10 ára, misti bann föður sinn. Brauzt þá ekkjan af mikilli snild og þreki áfram með barnabóp sinn, en þau böfðu verið níu, og kom þeim öll- um vel til manns, sem aldri náðu, 4 somim og 4 dætrum. Hún bjó lengi í Melshúsum, litlu býli á Hólatúni fast bjá kirkjugarðinum. Tveir synirnir urðu prestar, og lifa enn séra Árni prófastur frá Miklabolti, Ágúst kaupmaður í Stykkisbóhni og Þuríður ekkja Guðmundar Jakobssonar trésmíðameistara. Þegar Bjarni þroskaðist, kaus hann sér að ganga menta- veginn, fór 18 ára gamall i Latinuskólaim og lauk námi á báðum skólum, Latinuskólanum 1881 og Prestaskólan- um 1883. Tók bann þá þegar prestsvígslu af Pétri biskupi og var settur til að þjóna Þjrkkvabæjarklaustri í Skafta- fellssýslu, en þegar árið eftir 1884 var honum veittur Prestsbakki á Síðu. Þar var bann prestur í 12 ár og prófast- ur um skeið, þangað til bann fékk Útskálaprestakall 189(5. En árið 1899 fluttist hann með fjölskyldu til Vesturheims og gegndi þar prestsþjónustu hjá söfnuði í Winnipeg og á fleiri stöðum. Árið 1916 fluttist hann aftur til Beykja- vikur og gegndi eftir það skrifstofustörfuin, meðan beilsa og sjón entust, en mörg síðustu árin var hann sjóndapur og síðast blindur. Árið 1885 kvæntist séra Bjarni heitmeý sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur Jónssonar, borgara á Eyrarbakka, og lifir hún mann sinn. Ég hefi lítið kynst henni, en veit þó með sanni, að hún er mikil merkiskona og reyndist manni sín- um framúrskarandi lífsförunautur, sem bar með honum alt, blítt og stritt. En þan fóru á lifsleiðinni ekki varbluta af erfiðleikum og raunum. Sjö börn eignuðust þau og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.