Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 22

Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 22
140 Kristinn Daníelsson: Apríl. voru Þórarinn Árnason, bóndi þar, og kona hans, Ingunn Magnúsdóttir, merkishjón. Hún var systir Ilelga bónda Magnússonar í Birtingaholti, og er það þjóðkunn gáfu- mannaætt, sem ekki er þörf að rekja hér. Séra Bjarni hafði og góða greind, sem naut sin þó miður fyrir það, að bókhneigð og námskapp var ekki að sama skapi. Þegar séra Bjarni var 10 ára, misti hann föður sinn. Brauzt þá ekkjan af mikilli snild og þreki áfram með barnahóp sinn, en þau höfðu verið níu, og kom þeim öll- um vel til manns, sem aldri náðu, 4 sonum og 4 dætrum. Hún hjó lengi í Melshúsum, litlu býli á Hólatúni fast hjá kirkjugarðinum. Tveir synirnir urðu prestar, og lifa enn séra Árni prófastur frá Miklaholti, Ágúst kaupmaður i Stykkisliólmi og Þuríður ekkja Guðmundar Jakohssonar trésmíðameistara. Þegar Bjarni þroskaðist, kaus liann sér að ganga menta- veginn, fór 18 ára gamall í Latínuskólann og lauk námi á háðum skólum, Latínuskólanum 1881 og Prestaskólan- um 1883. Tók Iiann þá þegar prestsvígslu af Pétri bislcupi og var settur til að þjóna Þykkvabæjarklaustri í Skafta- fellssýslu, en þegar árið eftir 1884 var honum veittur Prestshakki á Síðu. Þar var hann prestur í 12 ár og prófast- ur um skeið, þangað til liann fékk Útskálaprestakall 1896. En árið 1899 fluttist hann með fjölskyldu til Vesturlieims og gegndi þar prestsþjónustu hjá söfnuði í Winnipeg og á fleiri stöðum. Árið 1916 fluttist hann aftur lil Reykja- víkur og gegndi eftir það skrifstofustörfum, meðan heilsa og sjón entust, en mörg siðustu árin var hann sjóndapur og síðast hlindur. Árið 1885 kvæntist séra Bjarni heitmey sinni, Ingihjörgu Einarsdóttur Jónssonar, horgara á Eyrarhakka, og lifir hún mann sinn. Ég liefi lítið kynst henni, en veit þó með sanni, að hún er mikil merkiskona og reyndist manni sín- um framúrskarandi lífsförunautur, sem har með honum alt, blítt og strítt. En þau fóru á lífsleiðiimi ekki varliluta af erfiðleikum og raunum. Sjö hörn eignuðust þau og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.