Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Séra Bjarni Þórarinsson. 141 mistu þrjú í æsku. Af þeim dóu tvö með skömmu milli- bili þann stutta tíma, er þau voru á Útskálum, drengur 6 ára, datt niður stiga og andaðist degi síðar, og efnileg stúlka 12 ára. Var þetta þeim báðum sár harmur og eftir meyna orti hann laglegt og Iijartnæmt ljóð, því að þótt lundin væri létt, hafði liann ríkar og viðkvæmar tilfinn- ingar. Þrjú hörn þeirra, tvær dætur og einn sonur, eru gift í Veslurheimi, en ein dóttir, Súsanna, gift Ólafi Hauk Ölafssyni lieildsala í Reykjavík, og hjá þeim hafa þau hjónin átt ágætt skjól og athvarf í ellinni. Á æskuárum okkar var Bjarni skemtilegasli félags- hróðir, síglaður og fagnaðarhrókur jafnan í vinahóp og samkomum; neylti dálítið víns, en gætti þess þó vel, að sleppa sér ekki við það. Og síðar á æfinni gjörðist hann bindindismaður og áhugasamur templar. Allsstaðar þar sem séra Bjarni var prestur, var hann vinsæll og vel látinn hæði sökum glaðværðar og góðvildar, sem einkenndu hann, svo að hvers manns vandræði mundi hann umsvifalaust hafa leyst eftir heztu getu, og var því fleslum hlýtt til hans — og einnig þótti hann góður kenni- maður hæði fyrir altari og í stól. Hann var góður radd- maður og ræður hans þóttu góðar. Það sagði mér sóknar- fólk i Útskálaprestakalli, þar sem hann hafði verið prest- l'r á undan mér. Og það heyrði ég haft eftir séra Jóni Bjarnasyni í Winnipeg, sem var sá ræðuskörungur, er allir kannast við, og má því vita að hefir verið vandfýsinn Uin þá hluti, og mundi ekki kalla gott nema vel væri. Síðustu missiri hefir scra Bjarni verið allhrumur, fór þó lengi út, þó að sjón væri því nær þrotin, og var hann bá jafnan að hilta glaðan og ánægðan og sagði, að sér bði vel. Hann andaðist 6. janúar því nær 85 ára, og nú kveð ég hann um sinn gamlan og góðan félagsbróður, og arna honum friðar og blessunar á nýju starfs og tilveru- sviði. Kristinn Daníeisson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.