Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 24

Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 24
April. Niels Dael og Lísulundur. i. Sumarið 1937 brann ég af útþrá. Ég fann að utanför þá um liaustið var nauðsynleg andlegu lífi mínu. En horfurnar um það, að úr henni gæti orðið, voru alt annað en góðar fram eftir sumrinu: Lítill farareyrir og yfirvof- andi gjaldeyrisskortur, ef síld brygðist. En alt fór betur en á horfðist. Síldin varð meiri en nokkuru sinni áður, og fyrir atbeina formanns Gjaldeyris- og innflutnings- nefndar, góðkunningja og skólabróður míns, fékk ég gjaldeyrisleyfið. Fyrsti örðugleikinn var yfirstiginn. — Næsl var utanfararleyfið, sem sækja varð til biskups. Ég man eftir því, að ég var staddur á skrifstofu hans síðla kvölds. Mér leið þar vel að vanda. Ég mætti þar föður- legri umhyggju og ástúð. „Hvernig hafið þér ráð á því, fátækur sveitaprestur, að fara utan til margra mán- aða dvalar?“ — Ég svaraði með þvi, að vilji minn væri ákveðinn, og þá sjaldan hann væri það, bryti hann sér hranlir. Ég fann að biskupi gazt vel að því, að ég réðsl í ferðalagið og fljótt skildi ég, að hann vildi gi-eiða götu mína. Hann var hugsi um augnablik og sagði síðan: „Ég á góðan vin, merkilegan frísafnaðarprest og skólastjóra í Liselund hjá Slagelse Niels Dael. Hann hefir boðið mér að senda til sín ungan, islenzkan ])rest eða guðfræði- kandidat. Ég skal skrifa honum.“ Utanfararleyfið var nú veitt, ásamt lilýjum blessunar- óskum. Fullur þakklætis kvaddi ég dr. Jón Ilelgason biskup. Áslúðlegri né velviljaðri yfirmann liefi ég aldrei þekt.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.