Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Niels Dael og Lísulundur. 143 II. Ég og kona min erum stödd i Kaupmannahöfn i miðj- um nóvembermánuði 1937. Einn daginn kemur póstur- inn með bréf til mín og á baki því stendur: N. Dael Liselund. Ég gerðist i meira lagi forvitinn, reif upp bréfið og fór að lesa. En það gekk seint að komast fram úr því, því að skriftin var mesta hrafnaspark. Niels Dael segir þar, að hann hafi fengið bréf frá dr. Jóni Helgasyni biskupi, þess efnis, að ungur, íslenzkur prestur væri staddur í Kaupmannahöfn og vildi gjarna kynnast Liselundskól- ánum. Dael býður okkur hjónin hjartanlega velkomin til skólans og biður okkur að koma strax. En úr því gat ekki orðið, þar sem við vorum ráðin í því að dvelja í Höfn til nóvemberloka. III. Það er 1. desember — fullveldisdagur íslendinga. Regn og dimmviðri er yfir sjálenzku sléttunum, þegar járn- brautarlestin brunar suður yfir þær, frá Kaupmannahöfn til Slagelse. En rétt utan við Slagelse er Lisulundarskól- inn, og þangað er ferðinni heitið. Eftir fjögra tíma ferð erum við í Slagelse. Þar er helli- rigning. Mér kemur Slagelse ekki með öllu ókunnuglega fyrir, síðan ég og félagar mínir vorum að glima þar fyrir Danskinn fyrir mörgum árum. Þá var að vísu sumar og sól, en nú rigningarkvöld um hávetur. Eftir nokkrar mínútur brunar bill með okkur frá bæn- Um. Hann fer krókaleiðir um gamlar götur, en beygir von bráðar inn í þungbúin pílviðartrjágöng. Þar sem þau enda, eygir maður óljóst hliðarmynd af herragarði í göml- uni, dönskum stíl. Og fáum augnablikum síðar ekur bíll- inn inn um hliðið og inn í rúmgóðan húsagarð. Við eruni komin til Lísulundar. Út á tröppurnar kemur gamall mað- Ur, sem hefir þó ekkert útlit til að vera áttræður, eins og biskup sagði Niels Dael vera. En ég þykist vita, að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.