Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 28

Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 28
146 Sigurjón Guðjónsson: Apríl. þar hesla keypta, en enginn vildi selja þeim. Beittu þeir ])á magni hnefaréttarins og tóku hestana, og urðu hænd- urnir að gera sér það að góðu. Stríð er nú einu sinni stríð. Faðir Niels Dael var hóndi, og var fullorðinn maður, er drengurinn fæddist, sem var yngstur í stórum systkina- hóp. Faðirinn liafði verið i Napóleonsstyrjöldunum, öðl- asl mikla lífsreynslu og kunni frá mörgu að segja, því að hann var fróður og minnugur vel. Móðir Niels hét Sara, góð kona og guðrækin, bjartsýn og hjartahlý, l)oðin og búin til hjálpar hvar scm var, með djúpa samhygð lil allra er átlu bágt, hvort lieldur þeir liðu af andlegri eða efnalegri neyð. Minnist Niels hennar með miklum kærleika, og svo segja kunnugir menn, að hann hafi erfl flesta eiginleika hennar. Drengurinn ólst upp við hver þau störf, er komu fyrir heima, og varð snemma þrekmikill og duglegur til allrar vinnu. Samfara líkamlegu þreki og ósérhlífni við alla strit- vinnu hafði Iiann ágæta námshæfileika. Vildu foreldr- arnir hæði setja hann til menta, en þá greindi á um það, hvað hann ætti að verða. Faðirinn taldi liann liafa kenn- arahæfileika, en móðirin, sem var trúuð kona, vildi láta hann læra til prests og þóttist finna hjá honum ákveðna hæfileika i þá átt. Bæði sáu rétt, því að seinni tíminn liefir sannað það, að Niels Dael varð afbragðs prestur og ágætis kennari í senn. En sá sem vildi hvorugt var Niels. Hann var að vísu mjög fróðleiksfús, og las ósköpin öll um liitt og þelta, en hann vildi ekki læra lil þess að hafa atvinnu af þvi síðar meir. heldur til þess eins að fræðast. — Hann liafði ekki enn fundið sjálfan sig, elcki fundið köllun sína. Það varð ekki fvr en löngu síðar. — Það varð því ekkert úr því, að Niels réðist í langskólanám. Hann hafði ýmugusl á því, og þóttist af æfisögum margra manna cr hann hafði lesið, merkja það, að langskólanámið Iiefli stundum ])ersónulegan ])roska, — væri í vegi fyrir því, að hinn rétti maður fengi að vaxa upp og njóta sín. Þegar Niels Dael var 18 ára, gekk hann á landbúnaðar-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.