Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 30

Kirkjuritið - 01.04.1940, Síða 30
148 Sigurjón GuSjónsson: Apríl. á akri andans, sem liann valdi. Hann hafnaði slöðunni við grasafræðistofnunina. Hér sem fyr var það hin frá- hæra frelsisþrá Niels Dael, sem lokaði dyrum launaðrar slöðu fyrir honum. Aftur liggur leiðiu til Askov. Hann aflar sér þar all- mikillar prestlegrar mentunar. Þar voru haldin námskeið fyrir þá, sem vildu verða prestar hjá dönskum söfnuðum í N.-Am. Það var ekki fyr en nú, að hann vissi hvað liann vildi verða — prestur. En liann vildi ekki fara hina venjulegu emhættisleið til að ná því marki. Bæði var það, að sú leið var honum móti skapi, og svo var liann orðinn lielzli fullorðinn til þess að fara hana. Er Niels Dael liafði dvalið kringum eitt ár á Askov, kom L. Schröder, liinn ágæti kennari hans og vinur, að máli við hann og sagði honum, að hann liefði fengið bréf frá dönskum manni í Suður-Ameríku, er stofnað hefði danska nýlendu í Tandil í Argenlínu, all-langt fyrir sunn- an Buenos Ayres. Maðurinn gat þess í bréfi sínu, að Tandil- Ijúar óskuðu mjög eindregið eftir því að fá danskan prest þangað suður. Hann sagði ennfremur i bréfinu, að engin nauðsyn væri lil þess, að hann væri kandidat í guðfræði, en „kjól og kraga“ varð hann að hafa til að geta fram- lcvæmt prestsverk. — Er Scliröder hafði sagt Dael erindi bréfsins, réð hann honuin að taka stöðuna. Niels Dael var lengi tregur til og átti í niiklu sálarstriði um livað gcra skyldi. Honum þótti ill að yfirgefa fósturlandið, og auk þess fanst honum sem umhverfið þar syðra myiuli ekki falla honum í geð, né einskonar trúarstarf í fjarlægu landi. En nú fyrst lilustar hann alvarlega á sína „innri rödd“, og hún segir að lokum eins og spámaðurinn: „Hér er ég, sendu mig.“ Árið 188(5 leggur Niels Dael upp í hina löngu suðurför eftir að hafa kvænst og verið vigður af frísafnaðarpresti á eynni Mors í Limafirði. Ferðin til Suður-Ameríku gekk að óskum, þó að lnin

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.