Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 31
Kirkjuritiö. Niels Dael og Lísulundiir. 149 tæki langan tíma, og dvaldi hann þar árum saman sem eini danski presturinn í Suður-Ameríku. Starf sitt leysti hann prýðilega aí' hendi, og kom nú fyrst verulega i ljós, hvilikur afbragðsmaður Niels Dael var. Prestakallið var óhemju víðlent. Fór Iiann oft heilar dag- leiðir út fyrir það til danskra manna, er búsettir voru á víð og dreif uín Argentínu, sem í sjúkdómslilfellum ósk- uðu ef tir að ná tali af honum. Á þessum dögum voru samgöngur slæmar í Argentínu. Langferðir sínar allar fór hann á hesthaki. Dag eftir dag reið hann yfir Pampasslétturnar í steikjandi sólarhita og oft við talsverða lífshættu. Einu sinni hafði hann næstum orðið fyrir hyssukúlu. Árásarmaðurinn „tók feil" á manni. Niels Dael var engin fórn of slór, er sjúkir og deyjandi landar hans áttu í hlut. Þarna sem annars staðar bar hin ríka kærleikslund hans sína ávexti. Hinir miklu erfiðleik^ ar, er hann stríddi við, þtoskuðu vilja hans og hertu hann í hverskonar karlmensku. Sjálfur segir Niels Dael svo frá, að dvölin í Tandil hafi verið sér ómetanlegur skóli og að Guðs vilji hafi leitt spor sín þangað. Siðari árin, sem Niels Dael dvaldi í Suður-Ameríku, bar þungan skugga á æfi hans. Kona hans veiklist af alvar- legum sjúkdómi, og kom betur og hetur í ljós, að hún þoldi ekki til lengdar loftslagið þar syðra. Sendi hann hana heim til Danmerkr árið 1896, en fór sjálfur ári síðar. — Vissi hann þá ekki hetur en að leiðin lægi af tur til Tandil. En það fór nú öðru vísi. Læknar töldu heilsu konu hans hættu af því búna, ef þau færu aftur til Tandil. Og því gaf lnmn upp ferðina, og kvaddi sinn ástríka söfnuð með lijartnæmu bréfi, þar sem hann seghyhvernig á breyting- nnni standi, að hann komi ekki aftur. — Eflir heimkomuna ferðast Niels Dael víða um Dan- niörku og flylur fyrirlestra og prédikanir. Vöktu prédik- anir hans fráhæra hrifningu, því að þær voru vitnisburð- ur lífsreynds og innilega trúaðs manns. Um þessar mundir var frísöfnuðurinn í Höve í Suður-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.