Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 32
150 Niels Dael og Lisulundur. April. Sjálandi prestlaus. Hafði safnaðarstjórnin samið við ung- an kandidat um að taka við prestsþjónustu í söfnuðinum. Nú vildi svo til, að Niels Dael var á ferð og prédikaði í kirkjunni. Eftir þá prédikun var söfnuðinum strax ljóst, að „þarna var maðurinn, sem hann vantaði", eins og einn safnaðarnefndarmaður komst að orði. Og Dael, sem vildi einmitt vera frísafnaðarprestur, réðst til safnaðarins eftir að kandidatinum liafði verið bætt upp fyrir brigðmæli safnaðarins. Síðan befir Niels Dael verið óslitið prestur i Höve. Og „ástin við fyrstu sýn" befir orðið haldgóð milli jirests og safnaðar. Allþungt reynslustríð gekk Dael i gegnum fyrstu árin ef tir beimkomuna, og báru prédikanir bans nokkurn vott þess. Mikill strangleiki einkendi þær. Þær voru gegnsýrðar af lögmálsanda, ekkert evangelium. Eftir langvarandi þjáningar lézt kona bans, árið 1901. Það sem jafnan liafði einkent bana var beilsteyptur vilji, og bafði bún verið manni sínum trúr og ábrifaríkur lífs- förunautur. Skömmu eftir dauða bennar tókst Dael á bendur prests- þjónustu i Havrebjerg skamt frá Höve og befir haft hana á hendi siðan. Árið 1909 var myndaður frísöfnuður um liann í Fredriksborg á Norður-Sjálandi, og fer hann þangað fjórða hvern sunnudag enn, jafnt vetur sem sumar, til guðsþjónustuhalds, þó að kominn sé á níræðisaldur. Ber þetta vott um hinn frábæra kraft öldungsins, sem ekki kemur þó síður fram í skólastarfi hans en preststarfi. — Margir kunnugir menn líta svo á, að Niels Dael yxi sem prestur eftir dauða konu sinnar, er hann hafði yfirstigið sorgina, sem dauða hennar var samfara. Og kemur þetta iieim við það, sem oft hefir verið haldið fram, að þeir prestar séu meira fyrir söfnuði sína, er séu ókvæntir og' barnlausir, þar sem þeir geti þá belgað sig prestdóminum óskiftir — og er sjálfsagt talsvert rjett i þessu. Ekki hafði Dael dvalið mörg ár heima, er hann aflaði sér mikils álits sem prédikari, og eignaðist hann brátt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.