Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 36
154 Sigurjón Guðj ónsson: Apríl. arbyrjun hélt Niels Dael ræðu, þar sem liann lýsti þvi, seni gerst hefði í skólahugmynd sinni. Nú var hann á- kveðinn að hleypa henni í framkvæmd og skólasetrið var fengið. Hann sagði í ræðu sinni m. a.: „Skólinn á ekki að vera hneptur í neina fjötra. Hann á að vaxa sam- kvæmt eðli sínu eins og tréð. Ég liefi lengi verið í efa um, hvaða nafn færi honum bezt, og hefi ég komist á þá skoðun, að safnaðarskóli nær hezt því, sem fyrir mér vakir. Skólinn á að verða miðstöð kirkjulegs lífs í land- inu. Yfir honum á að vaka kirkjulegur andi. Hann á að vera arinn hans eins og lýðiiáskólinn er miðstöð þjóð- legrar hugsunar og þjóðlegs anda. Hér á áhugasamt fólk um kirkjuleg og kristileg efni að setjast á skólabekk, lærðir jafnt sem leikir. Kennararnir eiga að verða kirkju- legir áhugamenn, er dvelja á skólanum nokkura daga i einu hver, og liefi ég þar sérstaklega í huga prestana. Það er gott bæði fyrir prestinn og söfnuðinn, að presturinn sé fjarverandi nokkura daga. Hann kemur aftur frískari heim frá skólanum, þar sem hann hefir kynst nýju fólki og skoðunum þess. Hann tengir vinskaparbönd við em- bættisbræður sina víðsvegar um landið og áhugasama leikmenn, er skólann sækja.“ Enn dróst það nokkuð á langinn, að skólinn læki til starfa. Hin heillavænlega starfsemi á Lísulundi hófst með því, að Niels Dael boðaði þar til móts í janúar 1909. Á- liugasamir kristnir menn í Danmörku þráðu að koma saman og njóta blessunar samverunnar. 150 manns voru mættir. Þátttakan í mótinu var bundin við allan tímann, því að Niels Dael vildi taka fyrir það strax, að menn kæmu á mótið af forvilni einni eða gagnrýnihug. Á mót- inu voru sungnir þjóðlegir og kristilegir söngvar, mörg erindi voru flutt aulc þess, sem bænahald fór fram kvölds og morgna. Samveran á fyrsta mótinu hafði blessunar- ríka ávexti í för með sér. Strax á móti þessu gætti mikils Morten Larsen, er síðar var aðalkrafturinn á Lísulundi um mörg ár. Janúarmótið stóð viku, en i ágúsl sama ár

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.