Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 37

Kirkjuritið - 01.04.1940, Side 37
Kirkjuritið. Niels Dael og Lísulundur. 155 var ltaldið annað mót, er stóð í hálfan mánuð. En siðan hafa til þessa dags jafnan verið haldin Lísulundarmót í janúar og ágúst, og eru þau löngu orðin viðfræg og fjöl- sótt. — Grundvöllurinn að Lísulundarskólanum var lagð- ur á fyrstu mótunum. En til starfa tók skólinn ekki fyr en haustið 1911. Flutti þá Niels Dael frá Hövre til Lisu- lundar og hefir húið þar síðan. En svo vel vill til, að stutt er á milli, svo að hanu hefir getað haldið preststarfi sínu þar áfram. Fyrsta misserið sóttu skólann þrjátíu nemendur, eldri og yngri. Inntökuskilyrði eru ekki bundin við neinn aldur, og geta jafnt öldungar sem ungt fólk selið á skólahekk. — Fastir kennarar við Lisulundarskólann, auk Dael og Morten Larsen, sem nú er dáinn, hefir verið fluggáfuð, sænsk mentakona, Esther Möllerstedt. Hefir hún verið skólanum ómetanlegur kraftur. Hún er ágætur hókmenta- fræðingur og hefir skrifað feiknin öll um sænskar bók- mentir, auk þess sem hún er skáldmælt vel. Sem ungur stúdent varð liún gripin af ungkirkjuhreyfingunni sænsku, og hafði það úrslitaáhrif á líf hennar. Skólinn á Lísulundi hefir yfir sér sænskan liiæ, því að auk ungfrú Möllerstedt er húsfreyjan á Lisulundi sænsk. Hún lieitir Amelie (Stáhl) og var kenslukona. Niels Dael kvæntist henni 1915. Er hún miklu yngri en hann. Hún er kona tíguleg í framgöngu og stjórnsöm í hezta lagi, og undir hennar forstöðu er vefnaðardeild skólans, sem rekin er með mesta myndarbrag. Frú Amelie Dael er kona mjög listræn, enda ber alt heimilið og skólinn vott um þá gáfu liennar. Og má segja, að þau séu engu síður sænsk en dönsk. Sigurjón Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.