Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 38
156 Apríl. Kirkjumál á Alþingi. i. Lang merkasta kirkjulöggjöf þessa Alþingis er lögin um kirkjuskipun í Reykjavík. Hafa frumvörp um þetta efni hvað eftir annað legið fyrir Alþingi án þess að fá afgreiðslu. Nú höfðu þeir biskup og séra Friðrik Rafnar, sem eru samkvæmt útniefningu ráðherra að ihuga prestakallaskipun landsins, yfirlitið þetta mál og samið frumvarp það, sem fram var borið af mentámálanefnd neðri deildar. Það var siðan samþykt með smábreytingum, sem Gísii Sveinsson alþm. bar fram. Lögin eru á þessa leið: LÖG um afhending dómkirkjunnar til safnaðarins í Reykjavik og skiftingu Reykjavikur í prestaköll. 1. gr. Dómkirkjan i Reykjavik skal afhent dómkirkjusöfnuðinum til eignar, umráða og afnota með þessum skilyrðum: Rikið greiði 300 — þrú hundruð — þúsund krónur til nýrra kirkjubygginga, með 10 þúsund krónum á ári í 30 ár. Ríkið skal hafa eftir sem áður aðgang að dómkirkjunni án sérstaks gjalds. — Fari fyrsta greiðsla fram árið 1945 og siðan árlega. 2. gr. Eftir afhendingu dómkirkjunnar í hendur safnaðarins skal skifta söfnuðinum í 4—6 sóknir. Kirkjustjórnin ákveður takmörk sókna, eftir tillögum prestakallaskipunarnefndar og kirkjuráðs. 3. gr. Kirkjubyggingar i hinum nýju sóknum annast og kostar söfn- uður hverrar sóknar. Hver sókn fær auk kirkjugjalds frá árs- byrjun þess árs, er greiðslur hefjast, hluta af fé því, er ríkið leggur til kirkjubygginga samkvæmt 1. gr. Greiðist féð i hinn al- menna kirkjusjóð og skiftist jafnt milli nýju sóknanna, eftir að 100000 kr. hafa verið lagðar til fyrirhugaðrar kirkju á Skóla- vörðuhæð. 4. gr. Sóknir þær, er nefndar eru í 2. gr., skulu vera jafnmörg presta- köll, og skulu vera i þeim svo margir prestar, að því svari, að 1 prestur sé fyrir hverja 5000 sóknarmanna. En ef fólkinu fjölg- ar, skal prestum fjölga i hlutfalli við fólksfjölda, þannig, að á hvern prest komi sem næst fimm þúsund manns. Skulu þessi prestaköll vera sérstakt prófastsdæmi með dómprófasti. Ákveður héraðsfundur þess prófastsdæmis, hvernig skifta skuli tillagi ríkissjóðs til kirkjubygginga milli sóknanna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.