Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Kirkjumál á Alþingi. 157 5. gr. Reykjavíkurbær skai leggja ólseypis lóð undir fyrirhugaðar kirkjur i hinum nýju sóknum, einnig undir prestsseturshús. Skulu staðirnir valdir með samþykki kirkjustjórnar þegar er sóknar- skipun hefir verið ákveðin. 6. gr. Auk lögmætra launa skal greiða prestunum 1200 kr. hverjum á ári í húsaleigustyrk, þar til perstseturshús verða reist. 7. gr. Ákvæði 2.—6 gr. koma til framkvæmda við næstu prestaskifti i Reykjavíkurprestakalli, eða þegar núverandi prestar dómkirkju- safnaðarins samþykkja breytinguna. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögum þessum er að vísu talsvert ábótavant, sérstaklega að því, er snertir fjárhagslilið málsins og þar af leiðandi erfiðleika að koma upp þeim kirkjum, sem nauðsynlegt er að fá í höfuð- staðnum til þess að starfið verði unnið á fullnægjandi hátt. En samt verður að telja vel farið, að þetta nauðsynjamál hefir nú fengið noklcra afgreiðslu. Ég hefði óskað að gera nokkrar breyt- ingar á því, þegar það kom til efri deildar, og þá sérstaklega þá, að svo sem 100 000 krónur hefðu þegar verið greiddar í ríkisskuldabréfum, sem var ríkissjóði ekki svo tilfinnanlegt. Hefði mátt nota þær til þess að koma nú fljótlega upp kirkjum þar, sem þörfin er mest. En ég vildi ekki hætta mólinu með því að láta það hrekjast milli deilda, því að óvist gat þá orðið um af- drif þess. Vonandi leiðir þessi löggjöf til blessunar fyrir hið kirkjulega starf hér í fjölmenninu. Hvergi á landinu er meiri þörf. Þvi að þó að hér starfi nú og hafi starfað góðir og geysi duglegir prestar, j)á er það orðið þeim fullkomið ofurefli, sérstaklega það, að komast í nógu náin persónuleg áhrifakynni við fjöldann. 2. Þá lekst það í gegn eftir tillögu fjárhagsnefndar efri deild- ar, að greiðsla til prestakallasjóðs hækkaði úr 3000 kr. í 5000 krónur. Fær því kirkjuráð dálitið meira fé til ráðstöfunar, og mun ekki af veita. 3. Þegar þetta er ritað, er þingið að vinna að frumvarpi um verðlagsuppbót til embættismanna ríkisins, og snertir það presta eins og aðra embættismenn. Hvernig það verður endanlega, er þó ekki sjeð enn þá. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.