Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.04.1940, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Hið nýja testament • 159 þakka, að vér vitum hvaða dag verkinu var lokið. Aftur á móti er bréf konungs, Kristjáns III., meðmælabréf með bókinni, sem prentað er framan við þýðinguna, dagsett „ottende dagen effther alle Helgen dagh Aar etc. MDXXXIX", þ. e. 9. nóv. 1539. Hafi þá verið byrjað á prentuninni eða mjög fljótt á eftir, hefir hún tekið um 5 mánuði, og er það ekki fjarri sanni. Þó hefir orðið að herða talsvert á verkinu til þess, og stafar ef til vill eitthvað af prentvillunum af því. Hér er ekki rúm til að skrifa, hvorki um þýðandann, sem vann þetta mikla og þarfa verk, Odd norska, son Gottskálks biskups Nikulássonar á Hólmi, þann mikla ágætis mann, né heldur um sjálfa þýðinguna, enda hefir þessa verið minst ræki- iega, bæði í útvarpi og blöðum. En vert er að geta þess hér, að á þessum merka afmælisdegi kom út dálítil bók, 400 ára minn- ingarrit um þennan viðburð. Er útgefandinn Jóhannes Sigurðs- son, en séra Sigurður Pálsson í Hraungerði skrifar eftirmála um þýðinguna og höfund hennar. En aðalefni bókarinnar næst á eftir konungsbréfinu frá 1539 og ljósprentaðri eftirmynd titilblaðsins á Oddstestamentinu, er sýnishorn af ýmsum köfl- um þýðingar Odds. Sýnishornin eru þessi: Matt. 6,9—13 (Faðir vor), Mark. 16,1—7; 16,14—20; Lúk. 2, 1—14; Jóh. 1,1—14; 3, 13—21; 19,17—22. 28—30; Postgb. 2, 1—8. llb; 1. Kor. 13, 1—8; Gal. 1, 1—8. 10; Formáli Odds fyrir Opinb.; Opinb. 7, 9—13a. 14b—17; 22, 16—21; og loks hinn ýtarlegi eftirmáli Odds (fullar 8 síður). Er bók þessi mjög vönduð að frágangi, letur fagurt, tveir litir í titilblaði og upphafsstöfum og bókar- skraut vel gert, teiknað af Hafsteini Guðmundssyni. Hafi þeir þökk er gerðu. Utkoma Oddstestamentis er vafalaust einn af mestu viðburðum í kristnilífi þjóðar vorrar. Þá gat almenningur fyrst lesið sjálft Nýja-testamentið alt, og verður gildi þess aldrei metið. — En auk þess er þessi bók Hklega sú fyrsta, sem prentuð var á ís- lenzku, og það er Hka merkisatburður. M. J. Nýtt hirðisbréf. Biskup landsins sendi fyrir páskana hirðisbréf sitt til presta og prófasta á fslandi. Bréfið er í frjálslyndum og víðsýnum anda. Leggur biskup á- herzlu á þegar í inngangi þess, að það sé ekki meiri trúfræði, neldur meiri trú, sem þjóðina vanti. Hann vill, að íslenzka kirkjan verði áfram, eins og hún hefir verið, rúmgóð og frjálslynd kirkja. Það hafi verið þjóðinni gæfa, og muni svo enn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.