Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 4
Júní. Við orf og altari. Sumarþankar úr sveitinni. VIII. Nú er ágústsólin iiori'in í Breiðafjörð. Lygn sund endur- spegla kvöldrjóðar skýjaslæður, seni boða góðviðri að morgni, þrátt fyrir þykka, niyrka þoku yfir innánverðum Hvammsfirði. Nú er farið að ljregða birtu til muna, ágúst- nóttin boðar, þrátt fyrir allan sinn friðsæla unað, að sum- arið líður senn — liaustið nálgast. Haustið! — Það er ná- bljóð í sjálfu nafninu. Ég er fæddur um fráfærur og kvíði liaustinu og skammdeginu meir en nokkurt annað kvik- indi. Því er manni ekki unnað að leggjast í dvala yfir myrkurmánuðina! Hvílik líkn er ekki þeim dýrum auð- sýnd, sem fá að loka meðvitund sinni fyrir liinum svarta iiluta ársins! 10. ágúst í dag, liugsaðu þér 10. nóvember! Árangurslaust bíður maður birtunnar, þessi fátæka skíma, sem seitlast niður úr margföldu þokumyrkrinu í loftinu, svelgist upp af haustum og skammdegisöflunum í náttúr- unni. Þvílíkur dagur! Dagur! Hann kemur sigm-viss og svipheitur, brosir við nóttinni, sem hörfar þokkafull und- an, þokkafull, eins og alt, sem skeður í samræmi við eðli- legan lifsins og náttúrunnar gang. Ilann slekkur ljós næl- urinnar, og nótt og dagur mætast án árekstra, i fullu „liar- moní“. Hann sópar himininn með íeiftrandi geislum, liann er vinur lífsins, og það lieilsar lionum með angan og söng. Þá er dýrðlegt að vaka. Svona bafa þeir margir verið i sumar, já, flestir. Og svo heitir nóvember-gráni dagur! Hvar er birtan, ylurinn, lífið? Og þá heitir kvöld það, sem er ekki annað en ákveðin stund hinnar sífeldu nætur, þess- arar miskunnarlausu, nístingslegu haustþokunætur. 10.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.