Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 22
412 Jón Helgason: Desember. djarfræði. Og þó leggur hvað mestan og skærastan Ijóma af hinu bjargfasta guðstrausti hans og óbifanlegu vissu um góðan árangur. Ég hygg þá lika, að þann dag hafi Jesús glaðastan lifað í starflífi sínu, er hinir útsendu lærisvein- ar konni til hans aftur, og skýrðu frá góðum árangri af starfi sínu. Glaður í heilögum anda vegsamar hann föður sinn fyrir að hafa hulið fyrir spekingum og hygginda- mönnum, það er nú sé opinberað smælingjum. — Aldrei hefir Jesús verfið öruggari í sigurvissu sinni en á þeirri stundu, og eldur áhugans aldrei brunnið heitar á arni hjarta lians en einmitt þá: Að ganga nú með óskiptum kröftum út í baráttuna miklu gegn mannanna neyð í öll- um hennar myndum. Og barátta var það þá líka, sem beið hans, en nokkuð annars eðlis en hann í sigurvissu sinni hafði ætlað. Meðan Jesú dvaldist í Kapernaum er svo að sjá sem hann hafi elcki átt neinni mótspyrnu að mæta. En þegar nú þykir sýnt, að tilgangur hans sé að leggja landið alt undir sig, og hinsvegar lýðurinn hneigðist meira og meira að hon- um, hættir hinum eiginlegu leiðtogum að standa á sama. Þeim blæðir i augum álit lians meðal alþýðunnar og sjá mikla hættu búna áliti sínu; þeir hefjast þvi handa til að aftra frekari álirifum hans á hana. Jesús sá brátt, hvað verða vildi, að hér var harátta i aðsigi, en hann var stað- ráðinn í að láta ekki á sér standa, og að hörfa ekki undan, þótt hann vissi, að baráttan yrði hörð. Sýnir það óvið- jafnanlegt djarfræði Jesú og traust á góðum málstað. Hann vissi, að hann átti þar að mæta öllu því, sem til var af viti, anda og orku með þjóð sinni — þeim mönnum, sem áttu mest ítök hjá almenningi öllum, voru í mestu áliti þar og áttu hvað mestu fylgi að fagna: Þessir menn voru fræðimennirnir (hinir skriftlærðu) og aðalfylgis' menn þeirra í hóp leikmanna: Farísearnir. Hve skæðir þeir voru sem mótstöðumenn, fáum vér naumast rent grun 1 nú. En Jesús vissi vel, livað hann réðst í, er hann ódeigm- tók að fletta ofan af atferli þessara leiðtoga lýðsins og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.