Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Tækifæri til vitnisburðar. 141 Alloft hættir oss við því, prestunum, að vera nokkuð svartsýnir, finst arðurinn og eftirtekjan lítil af störfum vorum, alloft séu þau með öllu unnin fyrir gig. Og ekki verður því heldur neitað, að oft virðist það svo. Og vér þekkjum það víst allir af þungri reynslu, hvað kjarkur- lr>n er stundum lítill og vonin brostin, þegar vér stönd- l>ni andspænis þeim viðfangsefnum, sem krefjast bæði skjótra átaka og markvissra, en oss finst sjálfum, að brek og kraftar bili. Og heyrst hafa þær raddir á undan- förnum tíma, að vonlitið sé að berjast gegn þeim öflum, sem nú láta mest til sín taka. Það sé Ijóst, að kirkjan kafi ekki tökin, skólarnir ýmist ráði ekki við æskuna eða móti hana ekki í rétta átt, og stefna þjóðarinnar hafi öll, hin síðustu ár, miðað til fráhvarfs frá mörgu Þvi bezta i arfi hennar og eðli frá síðustu öldum. Vér eigum þvi ekki aðeins að berjast við eigið þrekleysi keldur og annara svartsýni, kvíða og kjarkleysi. En er þá ekki þetta einmitt tíminn, sem er tækifærið id vitnisburðar? Detlur nokkurum manni i liug, að örð- ögleikar yfirstandandi tíma séu eitthvert algjörlega nýtt iyt'irbrigði, sem ekki hafi orðið vart áður? Margir virð- ast halda, að þetta sé þó alveg nýtt, óþekt fyrirbrigði, °g tala eins og hér liafi ekkert skort á trú fólksins, sið- ferði og þjóðernismeinað, og þessvegna séu örðugleik- arnir margfaldir. Þessvegna liggur mörgum við að leggja arar í bát. En væri ekki nær að gera sér grein þess, að l)að, sem fram er komið, er ekki nýtt, lteldur miklu ^emur afleiðing af þeirri nýsköpun þjóðlífsins, sem vorið hefir að fara fram síðustu áratugina. Hversvegna befir mikill hluti þjóðarinnar sýnt á síðustu tímum þann skort á þjóðaririetnaði, að hneykslunum veldur, hvers- vegna þann siðgæðisskort í bæjunum, að veklur alþjóð- aráhyggju, hversvegna er kirkjan svo sofandi í þjóðar- ’tieðvitundinni, eins og fjöldi manna vill vera láta? Eru ekki þetta alt fyrirbrigði, sem gjört hafa vart við sig löngu fyrir alt hernám? Það munu flestir játa, sem um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.