Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Tækifæri til vitnisburðar. 143 staðið eins vel á verði og skyldi, þá er næsta eðlilegt, hvernig komið er. Það er þvi ekki ástæða til að kasta steininum að yngri kynslóðinni eingöngu, heldur ef til vill frekar að þeim, sem búið hafa þannig í haginn fyrir hana, sent liana hlifarlausa og hlífarlitla út i þessi gjörningaveður, sem nú geisa. I 24. kap. Lúkasarguðspjalls segir frá ferðinni til Einmaus. Og þar stendur meðal annars: „Og svo bar við, að þei r voru að tala saman og ræða um þetta, að sjálfur Jesús nálgaðist þá og slóst í för með þeim. En augu beirra voru lialdin, svo að þeir þektu hann ekki.“ Gætum vér ekki lmgsað oss þann möguleika, að í hin- llln margvíslegu örðugleikum nútímans, sem óbeinlínis konia kanske harðast niður á oss, prestastéttinni, vegna t>ess, að köllun vor og skylda er að skapa hinum yngri lýð þjóðarinnar varnaraðstöðu, gætum vér ekki hugsað °ss, að Jesús væri að nálgast oss og ,gefa oss enn nýtt hlefni til vitnisburðar? Að í gegnum það, sem nú er að gerast, væri hann að benda oss á, að vér höfum ekki staðið eins vel á verðinum eins og krefjast hefði mátt. Gæti það ekki verið, ef svo væri, að allar áhyggjurnar, sem vér berum og kjarkleysið til framkvæmdanna væri hulan fyrir augum vorum, svo að vér þekkjum liann ekki? ^að er ekki óheil hugsun að skoða alt, sem fram við °ss kemur og oss er ósjálfrátt, að einhverju leyti sent °ss af hinni æðstu forsjón með einhvern háleitan til- §ang fyrir augum, ef til vill hafa eilífðarboðskap að %'lja oss. Er þá með öllu óréttmætt að hugsa sér, að nú Se verið að kalla sérstaklega á kraftana? Ég vil skilja það svo, að örðugleikar yfirstandandi tíma, og jafnvel su ofanígjöf, sem hún er oss, ef rétt er skoðað, sé brýn- lng frá þeim lierra vorum og drotni, sem vér höfiun heitið þjónustu. Oss er með þessu gefið tækifæri til Vltnisburðar. Hvernig vér notuð það liver og einn, ætla eg mér ekki að fara að kenna yður. Það er ekki á mínu f0eri. En það, sem fyrir mér vakir, er þetta: Ef þjóð vor

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.