Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 16
150 Jón Jakobsson: Maí. Eins og drepið var á hér að framan, er álitið, að Róm- verjar hafi náð tökum á skozka láglendinu við innrás Agricola, kringum árið 50 f. Ki\’) Nú er það vitað, að kristnin liafði náð að breiðast til heimalands Rómverja, Ítalíu, allsnemma á 1. öldinni e. Kr. — Þegar Páll skrif- aði Rómverjahréfið, liafði þegar vaxið upp í höfuðborg- inni, Róm, allálitlegur söfnuður kristinna manna. Nokk- urum árum seinna kom liann sjálfur sem fangi til Róm, sennilega árið 61 e. Kr. Þar prédikaði hann fagnaðar- erindið. 1 Filippíbréfinu, sem hnan skrifar þaðan, skil- ar hann kveðju til Filippímanna frá bræðrunum, sem hjá honum eru, en einkum frá þeim, sem heyra til húsi keisarans (Fil. 4, 22). Að þessu athuguðu, virðist sem kristnin liafi átt all- sterk ítök í Rómaveldi í þann mund, sem Skotland kemst fyrst undir áhrif þess. I annan stað er það kunnugt, að ofsókn á hendur kristnum mönnum byrjaði mjög snemma í rómverska ríkinu; sennilega jafnsnemma og lcristnin fór að sýna útþenslumátt sinn og vinna fjölda manns til fylg'is við sig, þó að liinar skipulögðu ofsóknir hyrji fyrst fyrir alvöru árið 250 e. Kr. En þar sem of- sóknir eru einna hezt til þess fallnar að breiða það út, sem þær vilja hæla niður, þá má geta þess til, að kristnin hafi borist til Skotlands mjög snemma, eða kringum árið 100 e. Kr., með flóttamönnum og fleirum, sem af öðrum ástæðum fluttust eða voru fluttir á milli liinna ýmsu hluta ríkisins, svo sem kaupmenn, iðnaðarmenn, þrælar o. fl. Hvað sem má annars um þessar getgátur segja, þá telja sagnfræðingar fullvíst, að kristnin hafi borist til Skotlands elcki seinna en í byrjun þi'iðju ald- arinnar. Það, sem einnig styður þessa skoðun, er sú stað- reynd, að hin fyrsta kristni Skotlands var í hyrjun og frameftir öldum ósnortin af liendi hinnar kaþólsku *) Nær þremur og liálfri öld síðar hvarf síðasta rómverska hersveitin af skozkri grund.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.