Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 17
Kirkjuritið. Kristnin á Skotlandi. 151 Pátakirkju, sem hófst til aukins vegs um miðja 5. öld nieð Leó mikla I., en grundvölluð að fullu af Gregoríusi niikla um 600, enda er hann talinn faðir miðaldapáfa- kirkjunnar. Þannig var skozka kirkjan fyrst framan af laus við kerfisbundna trúfræði og játningar og deilur llIn játningar, óbundin nokkurum yfirboðara öðrum en Þeim, sem talar í lieilögu orði sínu og kunngjörir þar sinn vilja. Ætlað er, eins og fyr er drepið á, að kristindómurinn itafi í fyrstu aðallega borist til Skotlands með róm- verskum flóttamönnum, sem hinar- grimmu ofsóknir, er náðu bámarki á 3. öldinni, dreifðu út um skattlöndin, enda þótt vfirráð Rómverja og áhrif ættu sér ekki lang- an aldur í Skotlandi sjálfu, og það gæti ekki talist til skattlanda þeirra. Hinn fyrsti raunvernlegi kristniboði, sem mun hins- Vegar bafa verið sendur til landsins nokkuð löngu eftir að kristnin bafði borist þangað á þann veg, sem áður getur, var binni heilagi Ninian. Margar kirkjur Skot- lands og staðir, svo sem brunnar, liellar og aðrir því- kkir, minna á líf og starfsemi þessa þjóns drottins. ^inian var fæddur í Norður-Englandi og af konunglegu kergi brotinn. Á unga aldri bvarf bann til Rómar og dvaldist þar í nokkur ár á seinni hluta 4. aldar. Yfir- lnaðm- kristninnar þar í borg, Rómabiskupinn, bafði kynni af þessum unga manni, og með því að honum fanst Ninian óvenju vel að sér í fræðum liinna helgu rita af ólærðum manni að vera, veitti bann honum Vlgslu og sendi hann til að prédika fagnaðarerindið fyrir löndum sínum. Skamma liríð bafði Ninian dvalist í keimahéraði sínu, Cumberland, er hugurinn dró hann norður á bóginn til Skotlands, eða Pictanna, en svo nefndust í þann tíma íbúar Skotlands. Það er ekki fyr en á 9. öld, sem farið er að kalla þjóðina sem beild ^kota og land hennar Skotland, þótt þjóðflokkur með bessu heiti, „Scoti“, komi frá írlandi til Skotlands þegar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.