Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 18
152 Jón Jakobsson: Maí. á byrjun 6. aldarinnar. (Orðið „Scot“ er keltneskt og þýðir: ,,Yegfarandi“). Ninian fór sem leið lá frá Cumber- land norður yfir Solwayfjörð til Whit-horn í GallowaV (Whithorn liggur á skaga syðst á vestanverðu Skotlandi, milli fjarðanna Wigtown að austan og Luce að vestan). í Whithorn bygði liann litla kirkju, þá fyrstu, sem gnæfði á skozkri grund. Vegna þess má telja staðinn sögufrægan frá fornri tið. Var þessi fyrsta kirkja lands- ins kölluð „Hvíta húsið“. Whithorn varð frá byrjun miðstöð trúboðsstarfsemi Ninians. Þaðan lágu leiðir pré- dikarans inn í nærliggjandi héruð, svo langt og svo lengi sem þreyttur fótur gat borið hann uppi. Til litlu, hvítu kirkjunnar sinnar, sem stóð þarna á verði í friðsælu heiðarlandi, kallaði Ninian heiðingja hjarðirnar, sem enn fóru án hirðis, ósnortnar af orði Guðs. Seinna meir rýmdi þetta musteri fyrir veglegri klausturkirkju. En tímans tónn eirir engu. Nú sjást aðeins óljósar minjar, rústabrot liðinna tíma, en götur liggja grónar að staðn- um, þar sem fyrsta vag'ga skozka kristniboðsins stóð. Annar í röð trúboða Skotlands var Palladius. Hann kom frú Róm um miðja 4. öld til írlands, var hann sendur þangað af andlegu yfirvöldunum þar suður til að prédika á meðal Skota í írlandi og' uppræta heiðna siði, er enn greru sem illgresi meðal hveitis kristninnar. Seinna fluttist hann til Skotlands til að prédika fagn- aðarboðskapinn þar í landi. Hann settist að í Fordun í Meorns og starfaði þar æ síðan til dauðadags. Síðar meir, er páfakirkjan hafði tekið völdin, var Palladius gerður að dýrlingi, og til skamms tíma hefir nafn hans verið tengt við hinn árlega markað, sem haldinn er í Fordun og kallast „Paldy’s Fair“. Columba og trúboðsmiðstöðin á Jóna. Nafnkendasti lcristniboði Skotlands varð Columba. Sagan hermir, að um miðja 6. öldina hafi komið bátur búinn úr skinni, sem var þanið milli viðartága, frá ír-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.