Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 20
154 Jón Jakobsson: Mai. ir frá dyrum höfðingjanna, annan stóðu þeir á strætuin þorpanna og vitnuðu um drottin sinn. Stöðugt var barist fyrir boðskap friðarhöfðingjans, enda spruttu síðar sætir ávextir á þeim trjám, sem þá voru gróðursett í dreifð- um bygðum Skotlands. Jóna varð áfram miðstöðin, er sendi út boðberana og safnaði þeim saman að nýju. Þegar stundir liðu fram> varð eyjan uppeldisstofnun fyrir unga menn, sem áttu að ganga í þjónustu fagnaðarboðskaparins. Jóna varð þahnig í sannleika fyrsti trúboðsskóli Skotlands, sem undirbjó æskumanninn til starfs fyrir guðsríkið. En á- stundun orðsins útilokar ekki aðrar gagnlegar listir. Samfara andlegu námi var- veitt tilsögn í ýmiskonar handiðn. Kristniboðarnir áttu ekki aðeins að vera sjálf- um sér nógir i öllu, heldur áttu þeir að geta kent verk- leg' vísindi, samliliða því, að beint var inn á réttan veg lífsins með orði Guðs. Minnir þetta nokkuð á þá starfs- báttu, sem lialdið var uppi í klaustrunum seinna meir, þótt enn væri langt til þess tíma, að Rómakirkjan næði tökum á lcristilpgri starfsemi í landinu. Columba lauk sinni merku og blessunarriku ævi í liárri elli, en lífsstarf lians var borið uppi og haldið á- fram af komandi kynslóðum, sem hann liafði gefið lyk- ilinn að æðstu vizku, sem lilotnast má, þekkinguna á Guði og vilja lians. Hinn rnikli meiður kristninnar hafði skotið rótum djúpt í jörð þessa nýja heimkynnis. Það- an varð hann aldrei rifinn burt aftur. Eftirmenn Columba nefndust Culdees, þ. e. þjónar Guðs. Þeir reistu síðar trúboðsskóla að fvrirmynd móð- urstofnunarinnar á Jóna í mörgum héruðum Skotlands, t. d. í Abernethy, Scone, Dunblane, St. Andrews og fleiri stöðum. Culdeearnir lögðu annars leið sína um alt Skot- land og út fyrir strendur þess. Þeir fluttu þannig boð- skap sinn suður fyrir landamærin, til Norður-Englands og norður á bóginn, til Orkneyja og Shetlandseyja og jafnvel alla leið til Islands. Smátt og smátt hrósuðu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.