Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 21
, Kirkjuritið. Kristnin á Skotlandi. 155 áhrif kristninnar og' sanninda hennar sigri yfir lieiðn- ■nni i landinu. Yald Drúidanna þvarr, og liindurvitni þeirra mistu tök sin á hugum manna. Mistilteinn var ekki framar sniðinn af með gullinni sigð sem einhver lieígi- dómur. Hinir stóru steinhringir, eða ker, kirkjur Drúid- anna, stóðu auð og vfirgefin. í stað þeirra risu upp kirkjur Krists sem sigurtákn hinnar nýju trúar, er hú hafði tekið völdin. Trú Culdeeanna var hrein Biblíutrú, ómenguð kenni- setningum seinni tíma. Þeir viðurkendu engan jarðnesk- an yfirboðara, sem væri fulttrúi Guðs hér á jörð. Þeir attu enga dýrlinga, engar trúarjátningar, en trúðu, að þeir mundu öðlast sáluhjálp sakir miskunnar og náðar Guðs, er þeim veittist fyrir trúna á Jesúm Krist. Þeir h'öfðu enga biskupa eða yfirklerka-Einustu þjónar kirkj- nnnar voru préstarnir, boðendur orðsins, og svo öld- Ungarnir. Var liér þegar svo snemma á tímum kristn- nuiar í Skotlandi lagður grundvöllurinn að skipulagi °g stjórnarháttum skozku kirkjunnar, sem voru stað- íestir með lögum um miðja 16. öld, og gilda enn í dag. Eftir því sem tímar liðu fram, varð vegur Jóna meiri i sögu Skotlands. Eyjan lýsti um áraraðir eins og viti þar norður í liöfum, er geislaði frá sér Ijósi kristinnar nienningar. Öldum saman var þessi afskekta smáeyja i Suðn reyjum grafreitur Skotakonunga, og voru jafnvel Euttar þangað jarðneskar leifar erlendra þjóðhöfðingja, seni vildu láta síðasta hvílurúmið standa i þessum lielga reit. — Það má skjóta því hér inn i, eyjunni til frekari hróðurs, að svo er frá greint í sögu Skota, að til hennar þafi snemma á öldum fluzt steinn nokkur frá Tara á Irlandi, er var notaður sem krýningarstóll, þá er fyrsti konungur Skotlands var krýndur á skozkri grund. Nefnd- lst hann Lia Fail eða örlagasteinninn, öðru nafni Jakobs- koddinn, þvi að munnmælin hermdu svo frá, að steinn- nin væri sá hinn sami, er Jakob svaf á forðum i Betel. Víst er um það, að þessi steinn var helgidómur Skota

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.