Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 22
156 Jón Jakobsson: Maí. , svo langt aftur í tíniann sem sögur ná að greina. Árið 1296 flutti Edward I. Englakonungur liann sem herfang til Englands, og að undirlagi hans var steinninn greypt- ur 1301 inn í krýningarstólinn enska eða komið fyrir undir setu hans, svo að ennþá er hann krýningarsæti konunga, sem geymist í hinu fræga Westminster Ahhey í London. — En þetta var nú dálítið innskot. —- Á Jóna er nú fátt eitt eftir, sem minnir á fyrri tima frægð, nema turn einn og þaklausir veggir. Gnýr Atlantshafsins, sem brýtur án afláts á granítklettum eyjarinnar, er eina hljóðið, sem rýfur þögnina, er drúpir yfir gömlum minj- um horfinna alda. Svo fór að lokum um kristni og kirkju Culdeeanna, að hún kendi fullra yfirráða hins skipu- lagða eða kerfisbundna kristindóms Evrópu og róttækra breytinga á stjórnar og starfsháttum sínum. Katólska kirkjan sigrar. Það var kirkja rómversku páfanna, sem teygði arm- legg sinn yfir til hinnar skozku strandar, og gjörði þessa andlegu drotningu þjóðarinnar sér undirgefna. Þetta gerðist þó ekki fyr en á 11. öld. I Englandi varð páfakirkjan aftur á móti ráðandi um alt land á 7. öld, en áður hafði, eins og kunnugt er, eða laust fyrir 600, Gregoríus mikli páfi sent Ágústínus ábóta til Bretlands til að endurvekja kristindóminn þar, sem varð að m'estu landflótta um skeið við innrás Engla og Saxa í landið. Til valdatöku katólsku kirkjunnar í Skotlandi liggja þessi sögul^gu tildrög: Á stjórnarárum Malcolms Canmore, sem var 16. lcon- ungurinn á veldisstóli Skota, talið frá Kenneth M’Alpm, fyrsta konungi hins sameinaða Skotlands, varð England fyrir innrás Wilhjálms hertoga .í Normandi, er fékk síðar viðurnefnið hinn sigursæli. Hann háði orustu við Harald, þáverandi konung Englands, fyrverandi jarl af Wessex; er kend er við Hastings, og liafði fullkominn sigur. Þetta var árið 1066. Tveim árum eftir þessa frægu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.