Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Kristnin á Skotlandi. 157 orustu, létti skip eitt akkerum í lítilli vík á austanverðu Skotland, sem nú er nefnd St. Margarets’ Hope. Vík þessi er allnærri Queensferr}r, sem liggur við Forthfjörðinn, þar sem hann er mjóstur, litlu innar í firðinum en Leith. Farþegarnir stigu á land, virðulegir ásýndum. Þessir gestir voru hin konunglega saxneska fjölskylda Eng- iands, Edgar ríkiserfingi, ásamt móður sinni og tveim systrum og nokkurum öðrum stórmennum ríkisins. Landflótta og vinalaus voru þau komin til að heita á vernd Skotakonungs, Malcolms, er sat í Dunfermline- kastala, skamt þaðan sem aðkomufólkið tók land. Mal- eolm tók virðulega á móti hinum tignu gestum, en hvort hann hefir þá grunað, að hann væri að leiða væntan- lega brúði að garði, meðal gestanna, er ekki vitað. Hitt greinir sagan, að hann hafi síðar gert brúðkaup sitt til Margrétar prinsessu, sem að visu hafði ákveðið að ganga í klaustur, en lét þó tilleiðast að taka þessum ráðahag fyrir áeggjan frænda sinna. Það er óhætt að fullyrða, að með þessari nýju drotn- ingu Skotlands hafi komið nýir siðir og nýir tímar. Konungurinn, sem var lítt siðað ofsamenni, varð f}TÍr djúpum áhrifum af sinni mildu og gáfuðu drotningu. Hann lilýddi fús á ráð hennar og mat vilja hennar í öllu. Það kom brátt í ljós, að drotningin átti sér ekkert takmark æðra en að móta kirkju Skotlands sem mest eftir kirkju heimalands hennar, þ. e. að fella hana í form páfakirkjunnar. Hingað til hafði katólska kirkjan átt æðiþröngt rúm í Skotlandi og verið framandi á framandi grund. María drotning lét þeim tímum nú vera lokið, og beitti til þess ýmsurn ráðum. Hún hélt fundi með Culdeeprestunum og ræddi við þá um trúna °g kirkjuna í landinu. Mælti hún á saxneska tungu, en prestarnir skildu aðeins galliska, svo að þeim veittust i'ökræðurnar erfiðar, enda þótt sjálfur konungu'rinn iúlkaði raéður beggja aðilja. Drotningin átti von bráðar sigri að hrósa. Hún beitti í senn mikilmensku sinni og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.