Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Kristnin á Skotlandi. 159 ^avíðs átti katólska kirkjan sína blómatið i Skotlandi, hvað ýmiskonar framfarir, nýbreytni og skipulagningu hinna andlegu mála í landinu snerti. Sjálfur var hann líka fullur eldlegs áhuga á öllu því, sem kirkjuna varð- al5i. Hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að koma á fót eða stofna 4 vel launuð biskupsdæmi í landinu og skifta því ennfremur í prestaköll, þannig, að hvert léns- Sreifadæmi varð að sérstöku brauði. Voru prestaköllin skipuð vígðum prestum til starfsins. Að hans tilhlutun voru reist flest hinna stærri klaustra í ríkinu, þar á ■Oeðal hið fræga Abbey of Holvrood, sem stendur hjá ifolyroodhöll, öðrum frægasta sögustað Edinborgar. Af því klaustri eru nú eftir rústir einar, þaklausir veggir, Seni skýla nokkurum konungagröfum. Davíð lét einnig reisa fjöldamargar kirkjur ofan frá dómkirkjum niður 1 þorpskirkjur. Þá reisti þessi sonur Margrétar drotningar °g frumdrögin að stofnun Ágústínusar, Benedikts og Cistercinga munkareglnanna þar í landi, sem voru stofn- aðar á rústum Culdeestofnananna. 'Hann innleiddi auk þess Musterisriddararegluna, sem skyldi vera útvörður Kristninnar gegn heiðnum áhrifum og ágangi í Palestínu. kað féll þá líka í lians lilut að uppræta hinar síðustu 'eifar Culdeeanna, svo að heita mátti, að landið væri 0l'ðið, í hans stjórnartíð, að hreinræktuðum akri katólsk- l>nnar, 20—30 árum eftir að hún var innleidd í landið Sem viðurkendur trúarsiður. Saniræmið i stjórnskipulagi og helgisiðum skozku ^þ'kjunnar við systur hennar úti um önnur lönd Evrópu Var, í veruleguiii atriðum, orðið fullkomið. Kirkjuskip- »nin var komin í það horf, að katólskri fyrirmynd, sem kelzt þar til siðabótakirkja Skotlands tók völdin, hálfri f>mtu öld síðar, undir forystu Jolin Knox. Jón Jakobsson. Séra Vigfús Þórðarson 1 Heydölum hefir nú í fardögum fengið lausn frá prestsskap eftir 41 ^rs prestsþjónustu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.