Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 33
Kirkjuritiö. Kringum Hvalfjörð. 167 næsta rúmi við það, sem ég svaf í, lá un,g stúlka í tauga- veiki. Hún var búin að liggja lengi, læknis hafði verið vitjað, og eitthvað kom af meðulum, en læknirinn gat ekki komið um hávetur. Eina nóttina vaknaði ég við það, að stúlkan var eitthvað að tala við sjálfa sig, ég' hlustaði eftir því, og' heyrði, að hún var að fara með þetta vers úr Hallgrímskveri: „Guð er minn. Guð, þó geisi nauð“. Hún las alt versið, en svo endurtók hún í sífellu síðustu tvær hendingarnar: „Nafn drottins sætt fær bölið hætt, hlessað sé það án enda“. Bænarorð sjúk- lingsins liðu út í næturkvrðina, eins og örveikir ómar frá strengjum, sem eru að því komnir að bresla. En streng- ii'nir hrustu ekki, hölið var hætt, stúlkan komst til lieilsu aftur, og lifði lengi. Með hænarorðum séra'Hallgríms ákallaði hún lækninn, sem alveg' eins getur komið i stórhriðum vetrarins og á sólheitum sumardegi. Hvað oft skyldi slíkt hið sama hafa endurtekið sig, síðan séra Hallgrimur kvað sín „dýru ljóð, ljóð, sem græða lik sem ólík sár, ljóð, sem þíða freðin voðatár“. A miðju gólfi stendur hlómskreytt líkkista á koffortum, við höfðagafl hennar stendur aldraður maður og drúpir höfði. í kistunni livílir dóttir hans, dáin á hezta aldri °.g eftirlæti hans. Húskveðjuathöfnin á að fara að hefj- ast. Bvrjað er að syngja sálm eftir séra Hallgrim: „Á einum Guði er alt mitt traust, ég engu skal því kvíða, mitt hjartans angur efalausl hans ástin þekkir hlíða. Og á mig harma efnin vönd þótt ærin vilji leita, Guðs almáttuga hægri hönd því hægt kann öllu að hreyta“. Hömul kona söng með, hún hafði áður verið góð söng- hona, og enn var mikið eftir af því, stundum var eins °g hún syngi ein, þá naut sálmurinn sín hezt. „I mínum Guði ég huggun lief, í hverri neyð sem mætir.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.