Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 37
KirkjurÍtiS. í seinasta sinn. 171 meÖ hvílíkri bróðurlegri nærgætni, ástúð og allri hjálp- semi, andlegri og líkamlegri, þér, kæru prestar, tókuð við mér fyrst, og hafið ætíð síðan með mér verið og unnið að sameiginlegum skylduverkum vorum, bæði liér á þessum stað og annars staðar, og þá ekki sízt á yðar góðu og kæru heimilum og heima lijá söfnuðum yðar, sem alt liafa gert til að létta mér lífið og starfið. En nteðal allra þessara heimila munum vér nú engir vilja né geta gleymt hinu ágæta læknishjónaheimili hér, sem verið hefir oss öllum síopinn samkomu-, móttöku- og aðhlvnningarstaður öll þessi ár. Alt þetta, livað með öðru, hefir stutt að því, að eftir því sem nú gerist og gengur, yfirleitt í landi hér, hefir alt hér í umdæmi voru verið og farið fram yfirleitt vel °g farsællega, og hetur en ella myndi og víðast gerist annars staðar í andlegum efnum — og veraldlegum jafnvel líka — alt að eðlilegum hætti. Tel ég víst, að hér i eigi mikinn eða mestan þátt hið góða samband, samkomulag og' samstarf, sem prestar og söfnuðir hera hér um sín á milli, enda kemur það og fram í og með vfirleitt meiri og hetri trúrækni og kirkjurækt liér í sýslu en viða annars staðar, og Rangæingar yfirhöfuð liafa á sér góðra manna orð og álit út í frá. Alt þetta gefur líka góðar og glaðlegar vonir um alt hjargræði, hæði stundlegt °g eilíft, meðan svo stendur, en því fremur þó, sem betur er unnið og að verið. Alt eru þetta elskulegar minningar, elsku- og virðing- nrverðar, og hjartanlegs þakklætis verðar. Ég tek þær nllar með mér, þegar ég fer héðan nú, og lifi við þær l>að, sem eftir er. Þær munu létta mér lífið, eins og þær i'afa gert hingað til, og stytta mér ýmsar langar stundir. En hvernig á ég að fara að því að þakka Guði og mönnum alt hið góða mér veitt og auðsýnt fvr og síðar, af beggja hálfu? Ég held, eða mér finst, að ég geti og geri það einna helzt með því að hugsa, óska og biðja, liugsa hlýtt til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.