Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. I seinasta sinn. 173 tímar, og ægilegar liorfur nær og fjær oss í þessum mannhehni vorum, alt í kring, og jafnvel hjá oss hér, vegna hinnar dæmalausu lieimsstyrjaldar, sem nú æðir og flæðir í heiftar- og hefndarbrjálæði yfir lönd og lýði, jafnt yfir saklausa sem seka, undirbúin og nú fram- kvæmd, beint og eingöngu af því, að Jesús Kristur hefir ekki verið og er ekki konungur vor allra, var ög er ekki konungur ráðandi eða drotnandi manna í flestum lönd- Um þessa auma mannheims, svo að nú er skollin vfir og grúfir j'fir flestum löndum og lýðum þessarar jarðar sú eldraun, sem varla eða ekki á sinn líka í allri veraldar- sögunni, eldraun kristilegrar trúar, vonar og breytni —- sem mörgum mun verða erfitt að standast. — En þá er og verður nú samt einna helzt og vænlegast að minnast °g muna dæmi Jesú Krists, frá því, að hann sá fyrir örlög sin hér í heimi og þar til yfir lauk á krossinum. Hann fulltreysti sínum málstað og lokasigri, og vék ekki hárs- breidd frá trú sinni, kenningu og breytni, hversu ógur- lega og óvænlega sem á stóð og út leit. Og endirinn varð líka dýrðarfylsti sigur kærleikans. Postularnir mislu reyndar móðinn, trúna og traustið um stund. t>ó mun vonin hafa bært á sér hið innra með sumum þeirra. En opprisan og opinberanir drottins sannfærðu þá brátt l>m, að óbætt og örugt var að fulltreysta lionum. Þetta mætti og ætti að sh'ðja og styrkja hvern og einn, sem þekkir Krist og dæmi hans, í trú og eftirbreytni öans, og þá um leið til sigurs, þegar í eldraunina kann koma, eða kemur. En til slíks þarf áreiðanlega alveg sérstaka stillingu, hreysti og karlmensku, þvi að það er margfalt erfiðara mannlegri iioldsnáttúru að umbera og sigra hið illa og erfiða með góðu heldur en mæta því með hörðu móti hörðu, ilsku og ofbeldi, þvi að þessa krefst dýrseðlið í oss, og því fvlgir líka stundarsvölun, enda þótt það iiefni sín sjálft með kvölum fvr eða síðar. Og nú langar mig til að líta lauslega og stuttlega yfir skráða sögu, fyrst kristnisöguna og svo veraldarsöguna:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.