Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 40
174 Ófeigur Vigfússon: Mai. Allir vila um Krist sjálfan, dæmi Iians og áhrif lil betr- unar og blessunar ótalmörgum saintíðar- og síðari tíma íhönnum, og jafnvel þau áhrif lians, að fjöldi presta, aðalóvina lians á hans holdsvistardögum, tók trú. Allir vita einnig, hvílík hetrunar- og blessunaráhrif postular og lærisveinar Krists höfðu á þúsundir og miljónir mis- jafnra mannsálna, með Kriststrú sinni og eftirbreytni, og sömuleiðis allir aðrir sannkristilega trúaðir og breyt- andi menn, á öllum stöðum og' tíxnum. Sagt er um suma þræla, sem áttu vonda húsbændur, að þeir liafi við það að taka kristni gjörbreyzt svo, að þeir fóru að auðsýna jafnvel grimmum og ranglátum húsbændum lilýðni og hollustu, trúmensku og öll gæði, í stað svikullar augna- þjónustu, liaturs, undirferlis, sviksemi og pretta, svo að þessir húsbændur undruðust umskiftin og' milduðust svo, að jafnvel hvor fór að elska annan. Og líkt segir líka um marga húsbændur, sem i fyrstu kristni tóku Krists trúna, að þeir áunnu sér, með bættri breytni við þræla sína, elsku þeirra, trúmensku og' dygga og dýrmæta þjónustu. Og þetta sama segir og sýnir öll saga, sem segir frá viðureign vel kristins fólks og' viltra og spiltra manna. Þannig er og sagt um ýmsar lieiðnar óaldar- þjóðir og þjóðflokka, sem liafa vaðið inn og vfir kristin lönd o.g' mannfélög og tekið þar með dýrslegu æði og ofbeldi öll völd og ráð, liafi smám saman og með tím- anum orðið fyrir betrandi og blessunar áhrifum af kristi- legri trú og hreytni góðs og vel kristins fólks, sem undir- okað var, og síðan aðhylst kristna trú og breytni. Um þetta hefir gefist eitt stórfeldasta dæmið, þegar hið mikla rómverska riki leið undir lok fyrir ofbeldisinnrás og valdatöku hálf- og alviltra þjóða, og hið kristna undir- okaða fólk, sem þar var fyrir og eftir í ríkinu, varð til þess að sigra liina svokölluðu sigurvegara, ofbeldissigur- vegarana, með svérði andans, brynju réttlætisins og hjálmi hjálpræðisins, Guðs orði, trú og breytni Krists, svo að allir urðu þar af snortnir og aðhyltust kristna trú og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.