Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 42
176 Ó. V.: í seinasta sinn. Maí. færi nú bráðuni að koma! En góðir bræður og vinir, á likan bátt befir einnig oft og víða verið, og getur líka verið og farið í smærri stíl, á smærri jarðarblettum og í smærra mannfélagi, jafnvel á heimili, sókn og sveit og sýslu, eftir því hvort Kristur eða and-Kristur ræður þar meira. Biðjum því umfram alt, að Kriststrúin og traustið bili ekki, á bverju sem velta verður, og að oss öllum megi veitast vilji og máttur til sem beztrar eftirbreytni lians til allrar blessunar. Blessi svo Guð í Jesú nafni yður alla og varðveiti frá öllu illu, svo og heimili yðar, söfnuði vðar og sveitir og alla vora bygð og ibúa hennar — já, allar bygðir alls vors lands og íbúa þeirra — og óbygðir líka. —- Þökk fyrir alt og Guð launi alt hið góða, öllum alls staðar, hér og hinum megin. Ófeigur Vigfússon. Dr. theok Magnús Jónsson. prófsssor, tók við'embætti kirkjumálaráðherra 1G. mai. Prestastefnan inun hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni fimtudaginn 18. júní kl. 1 e. h., og prédikar séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur. Síðan verða fundahöld í Háskólanum hann dag og hinn næsta, og munu rædd ýms mál, er varða kristni og kirkju lands- ins. Þess er vænzt, að prestastefnan vérði fjölsótt. Aðalfundur Prestafélags fslands verður haldinn 20. júní. Aðalmál hans, auk annara félagsmála, mun verða: Efling kristindómsfræðslunnar. Frummælandi: Séra Hálfdan Helgason prófastur. Yngvi Þórir Árnason, stud. theol., mun gegna í sumar ýmsum prestsstörfum í Sandfellsprestakalli i Öræfum. Embættispróf í guðfræði. Embættisprófi i guðfræði luku þessir menn 30. maí, og hhitu einkunnir, sem liér segir: Eirikur Jón ísfeld II. einkunn betri 117% stig. Erlendur Sigmundsson II. einkunn betri 117% stig. Ingólfur Ástmarsson 1. einkunn 133% stig. Jens Benediktsson I. einkunn 136 stig. Útkomu júní- ag júlíheftis mun því miður seinka eitthvað sökum skorts á pappir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.