Alþýðublaðið - 08.05.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1923, Blaðsíða 2
2 ALUYÐUBLAÐIÐ Frá bæiarstjornar- fundi 3. maí. Vatnsveitan, Vatnsnefnd hafði samþykt tilboð trá P. Smith og Jensi Eyjólfssyni um sölu og lagningu trépípna með þeim greiðsluskil- málum, að fyrir frfim sé greitt, en trygging sé sett lyrir ^/s andvirðis efnisins. Nefndin hafði ákveðið aðT bjóða út vinnu í smáhlutum eftir því sem hentug- ast þætti. Til þess að fyrirbyggja, að slíkt yrði verkamönnum tii tjóns, bar Héðinn Valdimarsson fram svo hljóðandi tillögu: >Bæj- arstjórnin felur vatnsnefnd að fastákveða >akkorð< f vatnsvéit- unni þanDÍg, að miðlungsmaður geti með io tíma vinnu og mið- lungshraða haft gildandi kaup, 12 kr. upp úr deginum.< Ot af þessari tillögu varð talsverður últaþytur í meiri hlutanum, og var hon- um auðsjáanlega illa við hana. Borgarstjóri kvaðst ekki geta verið með tillögunni svo orðaðri, en hinsvegar eiga óhægt með að greiða atkvæði á móti henni, þvf að það yrði lagt svo út í »AIþýðublaðinu«, að hann vildi lækka kaup verkamanna, en það kvaðst hann ekki vilja. Hallbjörn Halldórsson ráðlagði honum þá að vera með tillög- unni; með því gæti hann tekið af allan vafa um vílja sinn í þessu efni. Héðinn kvaðst fús til að fallast á annað orðalag, ef efni væri ekki haggað. Varð sfðan samkomulag milli hans og borgarstjóra um að orða tillög- una svo: »Bæjarstjórnin felur vatnsnefnd að samþykkja ekki tilboð í vinnu við vatnsveituna, er séu svo lág, að fyrirsjáanlegt er, að vérkamenn geti ekki borið úr býtum venjulegt kaup, kr. 1,20 um klst, fyrir miðlungs- vinnu.< G. Claessen bjóst við, að tillagan væri óþörf, þvf að verkamenn myndu sjálfir geta séð um að taka ekki of lágt borguð verk, en kvaðst annars vera með henni. Héðinn benti á, að reglur um >akkorðs<-vinnu fyrir verkamenn væru ekki til, og gætu þeir því auðveldlega flaskað á slíkri vinnu. Tillagan var sfðan feld með 7 atkvæðum gegn 6 að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu já: Borgarstjóri, Gunn- laugur Cláessen, Hallbjörn Hall- dórsson, Héðinn Valdimais- son, Ólafur Friðriksson og Þor- varður Þorvarðasson, en nei: Guðmundur Ásbjarnarson, Jón Ólafs8on, Jónatan Þorsteinsson, Pétur Halldórsson. Pétur Magn- ússon, Sigurður Jónsson og Þórður Bjarnason. Björn Ólafs- son, Jón Báldvinsson og Þórður Sveínsson voru ekki viðstaddir. »Glögt er það enn, hvað þeir viljá< í meiri hlutánum. Að geími tiletni auglýsist hér með, að engum sendingum verður veitt viðtaka af brytanum eða öðru skipstólki um borð í e.s >Esju< til fyrii- greiðslu á hafnir úti um laiid, heldur verða slíkar sendingar að sendast sem flutningur með skipinu eða f pósti. Rafmagnsstftðin. Samkvæmt skýrslu um inn- heimtu rafmagnsgjalda árið 1922 hafði komið inn um mæla alls kr. 277397,50 og hemla kr. 204174,60, samtals kr. 481572,10. Mælitæki eru ails 2494, þar af 450 hemlar, en lampatalá 29556. Framleiðsla á rafmagni hefir numið 304 millj. kwst. á 12 mán- uðum ársins eða að meðaltali 348 kw. á klst. Mest álag var 920 kw., 22. des., en minst 80 kw. lágnættis aðsumrinu. Ákveðið hafði rafmagnsstjórn, að verð á raforku, tekinni um mæli, til ljósa, suðu og hitunar skuli 1, maí til 1. sept. vera 12 aura kwst. Enn fremur lagði raf- magnsstjórn til eftir tillögu raf- magnsstjóra, að bætt verði í rafmagnsstöðina 1000 hestafla vatnstúrbínu með rafmagnsvél og útbúnaði. Kostnaður er áætlaður 95 þús. kr. Hafnargarðurlnn. Hafnarnefnd háfði ákveðið að taka tilboði N. C. Monbergs í aðgerð á norðurgarðinum. Vill hann framkvæma verkið fyrir 77 þús. danskar kr. að því tilskildu, að höfnin láni öll tæki endur- gjaldslaust og selji honum sand, möl og grjót fyrir 10, 12 og 18 kr. ten.m. Allur kostnaður verð- ur að áliti nefndarinnar 95 — 100 þún. íslenzkar krónur. „Sengyar jafnnðarmanna“ eru bók, sem enginn alþýðu- maður má án vera. — Fæst í Sveinabókbandinu Laugavegi 17 og á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Es. Gulltoss fer frá Kaupmannahöfn fimtu- dag 10. þ. m. um Aalborg beint til Reykjavikur, væntánlegur hingað ura 16. þ. m. Héðan fer skipið aftur til Kaupmannahafn- ar um 19. þ. m. og kemur við á Austfjörðum í útleið. Es. „Esja“ Burtför skipsins er frestað til föstndags 11. maí líl. 11 nð kreldl. Bækur og rit, send Alþýðublnðinu. Efnlsyíirlit yfir >Fylki< og önnur rit eftir ritstjóra >Fylkis,< útgefinfrá 1914— 1922.—Tíma- ritið >Fylkir< byrjaði að koma út sumarið 1916. Tilgangur þess var, segir útgefandi f þessu yfir- liti sínu yfir efni þess þá árganga, sem út hafa komið hingað til, að ræða almenn mál einarðlega og röksamlega og útbreiða gagn- lega þekkingu, einkum á sviði verkvfsindanna, og benda á beztu ráðin til að nota auðlindir landsins og vekja einkum at- hygli á þeim, er útgelandinn álítur verðmætastar. Fru þær eftir efnisyfirliti þessu að dæma fossarnir og stcinaríki landsins. Hefir útgefandinn sýnt mikinn áhuga á hagnýtingu þessara auðlinda og með riti þessu viljað vekja áhuga annara manna á málinu. Auk þess hefir það rætt um ýmislegt annað til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.