Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 6

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 6
- 4 - aS mömmu sinni: »Æ, hvað það er ann- ars Ieiðinlegt að vera ósátt við hann Nonna.« »Þá verðið þið að reyna að sættast aftur,« sagði mamma hennar. Þetta sama kvöld var Nonni líka i ákaflega slæmu skapi. »Heyrðu mam- ma,« sagði hann, »það er ekkert gaman að vera ósáttur yið hana Stínu, því að nú hefi ég engan til að leika mér við allan liðlangan daginn. Hvernig eigum við að fara að því að sættast aftur?« »Það skal ég nú segja þér,« sagði mamma hans, og svo hvíslaði lnin ein- hverju að honum, en það álti að vera leyndarmál, sem enginn mátti fá að vita. Nonni hló. »Þú erl líka altaf svo góð og finnur altaf einhver ráð. Nei, það er enginn, sem á eins góða mömmu eins og ég. En nú segi ég það ekki við neinn l'rammar.« Kvöldið eflir var aðfangadagskvöld. Stína og Nonni gengu þegjandi fram og aftur, en Nonni fylgdi Stínu stöðugt með augunum livert sem hún fór. All í einu þegar hann sá, að hún gekk undir mistilteininn, sein hékk niður úr loftinu, stökk hann til hennar, vafði handleggjunum utan um hana og kysti hana rembingskossi beint á munninn. Stína varð i fyrstu dauðskelkuð, en þegar henni í sama bili varð litið upp, sá hún, að þau voru beint undir mistil- teininum, og þá skyldi hún hvernig í öllu lá. Hún tók um hálsinn á Nonna, og svo hlógu þau og sögðu bæði i einu : »Nú erum við aftur orðin góðir vinir! Ilvaða leik eigum við nú að fara í?« (B.Sch.) W Sg M ¥ # Jólagesturinn úr fangelsinu. Það var á sveitabæ nokkrum íSvíþjóð — og það var jólanótt. Allir voru glaðir og kátir, en samt lalsvert þreyttir og vildu því fara að hátta, enda urðu allir að fara á fætur aftur um miðja nótt. Samkvæmt gamalli venju var guðs- þjónusta í kirkjunni í hýti á jóladags- morgun. Klukkan fjögur um nótlina varð að leggja af stað, og þá er auð- vitað svartnættismyrkur á þeim tíma árs. Alt heimilisfólkið, bæði ungirog gam- Iir, ætluðu til kirkju í þetta sinn. Já, meira að segjaSiggi litli, sem varaðeins fjögra ára gamall, hafði l'cngið leyfi lil að fara með. »Og má ég líka fara með?« »Og ég?« -----»Og ég?«-------kölluðu öll börnin livert í kapp við annað. »Nei ekki mega allir fara,« sagði hús- bóndinn, »eitthvert okkar verður að vera heima, til að hugsa um skepnurnar og gæta hússins.« Það varð steinhljóð. Hver átti að vera heima? Alla langaði til kirkju. Að lokum sagði Gerða, sem var ein af vinnustúlkunum: »Ég fór í fyrra, og það er þessvegna ekki nema rétt, að ég sé heima núna.« Siggi Iitli klappaði saman liöndunuin. »ó, hvað þú erl góð, Gerða min. Ég skal gefa þér hita af brúna kökuhestinum minum. En ég á að silja við hliðina á mömmu í sleðanum, og pabhi á að stjórna hestunum.« Allir voru glaðir yfir þvi, að þetla vandræðamál var til lykta leitt svona hávaðalaust. Anna, elsta dóttir hjónanna, var sú eina, sem ekki var vel ánægð. Hún vissi að Gerðu Iangaði ákaflega mikið til að vera við jólaguðsþjónustuna, og að hún var aðeins heiina vegna þess að henni fanst það skylda sín að bjóðast til þess. Þegar Anna var háttuð, gat hún ekki sofnað og var altaf að hugsa um Gerðu. Hún hafði Iiaft meira að gera en nokkur annar, unnið baki brotnu við bakstur, þvotta og hreingerningar fyrir jólin. Sjálf hafði hún aldrei þurft að vaka lcngi frameftir á kvöldin, eins og mannna hennar og Gerða þurftu oft að gera, til að koma einhverju verki af. Þessar og aðrar slíkar hugsanir héldu alveg fyrir henni vöku. En að lokum lilýtur hún að hafa tekið einhverja góða

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.