Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 13

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 13
11 — heimi, — flestir fyrir löngu, — og æði- margt af jafnöldrum ykkar sömuleiðis. Mannsæfin, sem ykkur finst vera svo löng í dag, finst ykkur, sem þá lifið, harla stutt og hverful. Það verður komin um það leyti alveg ný kynslóð, sem enginn okkar sjer í dag. Mikilmennin og leiðtogar þjóðanna um árið 2000 eru ef til vill fáeinir i vöggu í dag, en langflestir eru þeir ófæddir enn. En hjer og hvar í Elliheimilum og stórum fjölskyldum verður þá fjör- gamalt fólk, — sem þið mynduð kalla »karla og kerlingar«, sem æskulýður nýrrar aldar spyr um gamlar minningar fi’á merkisárinu 1930. Þetta fjörgamla fólk árið 2000 verður úr ykkar hóp, sem nú eruð nýfarin að lesa. Hver veit neina fáein böi’n, sem fá Jólakveðju í fyrsta sinn núna, fari svo vel með bækur, að þau geti sagt við barnabörn sín eftir 70 ár: »Svona var nú jólabókin, sem jeg fjekk árið 1930.« Aldamótaárið verða fjölmargar min- ningarhátíðir. Á íslándi verður t. d. þúsund ára hátíð lcristnitölcunnar haldin á Þing- völlum, og því sjerstök ástæða fyrir þá, sem þá verða gamlir og minnugir, að bei’a hana sarnaix við alþingishátíðina liðið sumar. Vjer getum fátt vitað um livernig sú 1000 ára hátíð verður. En vel rná þess minnast nii þegar, að því öruggari lærisveinar Krists sem þið verðið, því innilegri verða lofsöngvar næstu kyn- slóðar, þeirrar kynslóðar, sem sjer um hátíðahöldin árið 2000. Það er eðlilegl og sjálfsagt, að ís- lenskum börnum komi alþingishátíðin fyrst í hug, þegar nel'nt er ártalið 1930. Þau, sem ekki komu þangað, hafa heyrt svo margt um hana, hal'a sjeð myndir frá henni og vita, að ómar hennar bá- rust víða um lönd. En annars voru margar fleiri min- ningarhátíðír víða um heim á liðnu ári, sem minnisstæðar verða þeim er sáu. Skulu hjer nefndar fáeinar þær merk- uslu. í N o r e g i var 9 alda k i r k j u h á- tíð haldin í þi’ándheimi, til að minnast Ólafs konungs Haraldssonar, er fjell á Stiklastöðum 29. jiili 1030. ólafur fjell, en sigraði þó. Hann varð aðaldýrlingur norskrar kirkju öldum saman, og krist- niboðs hans er enn rninst með þakklæti þar í landi. Að boði ríkisstjórnarinnar voru þalc- karguðsþjónustur haklnar um endilang- an Noreg 29. júlí s. 1. eða næsta helgan dag. Aðalhátíðin var í Þrándheimi, og stóð lnin í viku. Þá var Niðaróssdómkirkja vígð að viðstöddum 260 klerkum og um 20 biskupum víðsvegar að, og á sjálfa ólafsmessu1) komu um 30 þixsundir manna að Stiklastöðum til þakkarguðs- þjónustu. Næstu daga voru lofsöngvar og ræður í dómkirkjunni miklu í Niðarósi. Fram á efri ár munu norsk börn minnast kirlcjuhátíðarinnar 1930. S v í a r hjeldu 11 alda k r i s t n i- b o ð s h á t í ð nokkru eftir áramót í fyrravetur. Þá voru 11 aldir liðnar síðan Ansgar, »posluli NordðurIanda« flutti fyrstu kristindómsræðu, sem sögur fara af i Svíþjóð. Það var ekki nema lítill vísir og varð ekki öflugt trje fyr en löngu siðar, en samt skipaði ríkisstjórnin svo fyrir, að jxess skyldi hátíðlega minst í öllum sænskum skólum og hent ó hvað þjóðin ætti kristinni trix mikið að þakka. Vegleg minningarkapella var reist, þar sem Ansgar hóf kristniboðið, og þak- karhátíð haldin. Hundrað þúsundir sænski’a hai'na minnast upp frá þessu Ansgars og kristniboðs hans, er þau heyra nefnt árið 1930. I. úterskar k i r k j u r um allan heim mintust þess í fyri'a (árið 1929), að þó voru 4 aldir liðnar frá þvi að Lúter gaf út »Fræði« sín i fyrsta sinn. Miljónir manna ungra og gamalla heyrðu þá meira um »Fræði Lxiters« en líklega nokkru sinni fyr. Lúterska kirkjuþingið mikla í Kaup- mannahöfn vorið 1929 var að nokkru leyti minningarþing »Fræðanna« og sið- r) Kalla Norðmenn þann ilag »01sok«, sem mun gamall samdráttur úr »01afs-vaka».

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.