Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 6
Það, sem grœr,
Nýtt ár enn.
1949.
Óðfluga berst hann áfram, straumur tímans, og við
fáum engu um ráðið frekar en strá í stormi. Þótt við
bæðum gleðistund að staldra við ofurlitið lengur, eða sorg-
ina áð hraða sér hjá, þá stoðaði það ekki minnstu vitund.
Nauðugir, viljugir verðum við að beygja okkur fyrir tím-
ans mikla valdi, gamlir, ungir, glaðir, hryggir. Áfram,
áfram líður endalaust. Alltaf nýr dagur og ný nótt. Svo
verður framtíðin sífellt að nútíð, sami öruggi veruleikinn
og liðna tíðin, vegurinn framundan eins og vegurinn að
baki.
Við sjáum skammt fram, vitum fátt um áfangana, sigra
eða ósigra. En einn er þó alveg viss. Dauðinn. Allrar ver-
aldar vegur víkur að sama punkt. Eftir nokkra áratugi
hefir síðasti maðurinn þeirra, sem nú lifa, hneigt höfði
í dauða. Og hversu fljótt gleymast látnir og verk þeirra.
Næstu árin eftir þeirra dag kunna nöfn þeirra að heyr-
ast nefnd stöku sinnum og geymast eitthvað lengur í
hjörtum fáeinna vina. En síðan dregur tíminn yfir hulu
sína. Um kynslóðir skiftir sem lauf í lund. Þær koma og
fara og gleymast.
Vel hefir skáldið kveðið um þetta, þar sem það situr
í Ámasafni:
Hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi
heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi.