Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 7

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 7
ÞAÐ, SEM GRÆR 5 Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð, sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur, sem traustast við bindum. En er hugann sundlar við að horfa á flugstraum lifsins og fallvelti, þá fálmar hann og leitar þess, er varir. Hvar finnum við það, sem fölnar ekki, heldur grær um aldur? Er nokkuð það til? Já. Nafn ársins og áranna bendir okkur á það. Þau eru kennd við Jesú Krist, miðuð við fæðing hans hingað á jörð. Svo hátt ber hann yfir alla aðra og allt annað, að dómi kristninnar um liðnar aldir. Og um boðskap sinn ,segir hann sjálfur þetta: Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu alls ekki undir lok líða. 1 þeim finnum við svarið. Víða. En ég ætla sérstak- lega að benda á einn stað, sem menn hafa undarlega sjaldan veitt athygli. Líklega af því, að þeim hefir dulizt fagnaðarboðskapurinn, sem í orðunum felst bak við þungar ávítur. En þannig talaði Jesús ósjaldan. Dýrlegustu orð hans um óendanlegt gildi hverrar mannssálar eru t. d. borin fram sem áminning: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? Þessi orð Jesú, sem mig langar nú einkum til að verði vegar- nesti okkar á nýja árinu, segir hann út af því, að Faríse- arnir hafa hneykslazt á ræðu hans um að hreint eða óhreint miðist eingöngu við mannshjartað. En orðin hljóða svo: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir eigi gróðursett, mun upprætt verða. Jesús á ekki við Faríseana sjálfa persónulega, heldur kenning þeirra og starf, alla mótspyrnu þeirra gegn hon- um og boðskap hans, hatrið, öfundina, hrokann, blindn- ina, hræsnina ofstækið og annað því líkt. Ekkert af því var frá Guði komið, heldur var það uppreisn í móti hon-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.