Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 8

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 8
6 KIRKJURITIÐ um. Og þau örlög bíða þess, að það verður upprætt gjör- samlega og því brennt eins og segir um illgresið í dæmi- sögunni. Svo fer einnig um allt hjá okkur mönnunum, sem stendur gegn vilja Guðs. Hversu hátt, sem það kann að hreykja sér í svip, þá mun það aftur hníga að velli og þess sjá engan stað framar. Það eyðist, hverfur að eilífu úr heimi Guðs. Vilt þú gróðursetja það, hlúa að því, verja til þess lífi og starfi, sem þannig mun upprætt verða? Eigum við að velja okkur það hlutskipti á árinu nýja? En í jákvæðri mynd sýna orð Jesú okkur, hvað það er, sem ófallvalt reynist, varir um aldur: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir gróðursett, grær. Það, sem við gjörum að boði fagnaðarerindis Jesú Krists og samvizkunnar, það grær. Það er gætt vaxtar- magni eilífa lífsins. Það er gróðursett af anda Guðs og getur ekki dáið. 1 því býr eitthvað af eðli orða Krists, sem munu alls ekki undir lok líða, þótt himinn og jörð líði imdir lok. Hafið þið hugleitt, hversu óendanlega dýrlegt þetta er? Það, sem við köllum himin og jörð, er alltaf að verða stórfenglegra og voldugra í augum okkar. 1 okkar vetrar- braut munu vera 2000 miljónir sólna, og líklegt er, að um þær hverfist reikistjörnur, enda hafa stjarnfræðingar nú fundið reikistjörnu utan okkar sólkerfis. Og tvær miljónir vetrarbrauta hafa fundizt í stjörnugeimnum, hver með mörgum miljónum sólna eða sólkerfa. Við skyldum ætla, að ekkert væri varanlegra en þetta allt. Og þó: Orð Jesú vara lengur, að því er hann sagði — vara til eilífðar. Hann er sjálfur orðið. Hann segir: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir eigi gróðursett, mun upprætt verða. I þeim ægidómi, eins og hann liggur beint fyrir, felst einnig fagnaðarerindi. Böl og synd, er hæðir vilja Guðs, mun ekki vara um aldur. öldur stríðs og haturs mun lægja. Okkar stjarna mun ekki þurfa að roðna af blygðun til

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.