Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 9

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 9
ÞAÐ, SEM GRÆR 7 eilífðar vegna styrjaldareimsins, sem héðan berst, eins og með okkur sé víti sjálft. öllu illgresinu, sem sáð er í akurinn, verður gjöreytt. Eiturjurtimar munu upprættar verða. En hversu voðalegt engu síður að hafa unnið að gróðursetningu þeirra, hið innra eða hið ytra, í lífi manna á milli, einstaklinga, stétta, þjóða. Um áramótin gjörum við fjárhagsreikning okkar, og þjóðirnar miða einnig við þau sín reikningsskil. En hvað er um andans haginn? Hvað gróðursetur þú og hefir gróðursett á liðnu ári og árum? Og hvað gróðurset ég? Er sú gróðursetning að vilja Guðs? Eða er það eigingjarn og afvegaleiddur vilji okkar sjálfra, sem þar hefir mestu um ráðið? Er sæðið gott, sem við stráum umhverfis okkur á heimilum okkar og í verkahring okkar, eða hvar sem við förum? Er það frá okkar himneska föður? Hlýtur ekki margur maðurinn að þurfa að játa: Sáð hefi ég niður syndarót, og biðja til Guðs: Lát engan gjalda eftir mig illsku né synda minna. Og ekki er þjóð okkar betur á vegi stödd. Þegar hún heldur þennan reikning við sjálfa sig, má henni ægja innri ófriður, úlfúð og tortryggni og öllu öðru fremur sá gróð- ur, sem hún býr uppvaxandi kynslóð. Við, sem höfum átt einhverjar fegurstu gullaldarbókmenntir allra þjóða, höf- um nú allskonar óhroða að verzlunarvöru, siðgæði og trú til niðurdreps. Sú barátta verður aðeins til tjóns. Og illgresisgróður- inn mun um síðir upprættur verða. En það grær, sem hinn himneski faðir hefir gróðursett. Og til þess notar hann veika og ófullkomna menn, ef þeir rísa ekki gegn þvi heldur leggja allt honum á vald. Samverkamenn Guðs erum vér, segir Páll postuli. Það er fagnaðarefnið mesta. Við skulum því leitast við að helga líf okkar hinni eilífu gróandi — taka þá stefnu með hækkandi sól. Þá hættir hugann að sundla, er hann horfir á öldufallið í straum- röst tímans, og harmar það ekki, þótt ár og dagar hverfi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.