Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 10
8 KIRKJURITIÐ Þá finnum við, að tíminn líður ekki hjá til ónýtis, heldur verjum við honum til þess, er gildi hefir. Þá færist yfir friður og ró — bjartsýni á lífið, þrátt fyrir allt, sem amar að. HvaÖ er það eirikum, sem grcer? Það, sem grær, er Guðs-samfélagið, eins og Jesús sýndi með öllu starfi sínu og lífi og við höfum einnig sjálf reynt, þótt í veikleika sé. Frá Guði, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. En án hans náðar megnum vér alls ekkert. Þá erum við eins og saltkorn, sem misst hefir seltu sína — til einskis nýtt. Það er náð Guðs og miskunn, sem við þörfnumst til þess að geta lifað því lífi, er verðskuldar að heita líf. Tökum því stefnuna til hans í bæn og trú. Árið nýja verður okkur blessað ár, hvað sem það kann að færa okkur, ef það aðeins leiðir okkur nær honum. Hefir samfélag þitt við Guð rofnað á liðnum árum? Hefir þú í fávizku þinni skorið á þráðinn að ofan? Hefir þú sleppt föðurhendinni, sem þú baðst í bernsku að leiða þig út og inn? Láttu þér þá skiljast, að það er ekki Guð, sem hefir yfirgefið þig, heldur hefir þú yfirgefið hann. Hann bíður þín með opinn faðminn, eins og Jesús kenndi í dæmisögunni um týnda soninn, sem sneri heim. Það er meginkjarninn í öllum boðskap hans, að Guð er faðir, sem treysta skal ótakmarkað og skilyrðislaust, hvað sem á hefir dunið. „Ó, þér heimskir og í hjartanu tregir til að trúa,“ andvarpaði hann. Guð frelsar, fyrirgefur, ef við aðeins viljum þiggja hjálp hans. Hugsum okkur mann í fangelsi. Klefinn hans er opnaður og við hann sagt: Þú ert frjáls. Á hann þá að segja: Þetta getur ekki verið. Ég er fangi. Ef ég væri frjáls, þá sæti ég ekki hér. Þar af leiðandi verð ég hér kyrr áfram. Nei. Hann á að ganga út í sólarbirtuna. Hann er í raun og veru frjáls maður. Á sama hátt eigum við að taka fyrirgefningar- boðskapnum, sem frelsarinn flytur okkur frá Guði. Göngum út til nýs dags og nýs árs með friði í hjarta og fullu trausti um fyrirgefning syndanna. Og þegar svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.