Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 11
ÞAÐ, SEM GRÆR 9 Guð tengir aftur í milli böndin, sem brustu, þá verður allt aftur gott. Þá finnum við aftur, að lífið grær. Þá skiljum við, að það, sem við erum, erum við af Guði. Hann er okkur allt, og með honum eigum við allt. Bænarmálið lifnar, það verður okkur jafneðlilegt og að draga andann. Gefumst þannig í trú Guði á vald, svo að líf okkar og starf megi verða öðrum mönnum og okkur sjálfum til far- sældar og fullkomnunar — helgað honum og ríki hans. Hann getur látið meira verða úr lífi okkar en við sjálf. Og það mun aldrei að eilífu upprætt verða. Og bjartsýni trúarinnar grær. Boðskapur Jesú var og er fagnaðarerindi. Þegar hann mælti: Guðs ríki er nálægt, þá brosti sólskin í hlíðum Galíleufjalla og Genesaret ljóm- aði eins og gullstrengja harpa. Gleði gagntók menn, yfir Guði og því, að þeir væru sjálfir til. Hann líkti Guðs ríki við dýrlega brúðkaupsveizlu. Hún var þegar hafin. „Hvort geta brúðkaupssveinarnir fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim,“ sagði hann um lærisveina sína. Hann las á blöðum liljanna lögmál Guðs. Hann sá hönd hans vernda blikandi vængi spörvanna í loftinu. Enginn þeirra féll til jarðar án vilja hans. Og ennþá miklu fremur vakti föður- forsjón Guðs yfir mönnunum. Jafnvel hárin á höfði þeirra voru talin. Haf dauðans lukti ekki sjónarhring þessa lífs í augum Jesú: „Ég lifi og þér munuð lifa. Hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.“ Við síðustu máltíðina hughreysti hann þannig lærisveina sína: „Héðan í frá mun ég alls ekki drekka af þessum ávexti vínviðarins til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í Guðs ríkinu.“ Frammi fyrir dauðadómi og kross- festingu mælti hann: „En upp frá þessu mun manns- sonurinn sitja til hægri handar Guðs kraftar." Og um endurkomu sína með Guðs ríki hingað á jörð: „Nemið líkingu af fíkjutrénu, þegar greinin á því er orðin mjúk og fer að skjóta út laufum, þá vitið þér, að sumarið er í nánd.“ Við þennan boðskap, staðfestan upprisu Jesú Krists

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.