Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 13
ÞAÐ, SEM GRÆR 11 komst svo langt að segja í nafni Jahve: Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Þennan boðskap hóf Jesús í hæsta veldi: Guð er kærleikur og krefst kærleiks af mönnunum, til þess að þeir verði um síðir kærleikur eins og hann. Verið miskunn- samir eins og faðir yðar á himnum er miskunnsamur. Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkom- inn. Þennan boðskap flutti hann jafnt í orði og verki. Allt líf hans var kærleiksfórn. Hann var sjálfur kærleiki Guðs holdi klæddur hér á jörð. Það er sama hvar flett er upp í guðspjöllunum. Krafa hans um kærleika er alls staðar meginkrafan til mannanna, já, eina krafan, sem felur allar aðrar í sér eins og sólargeislinn litrófið. Þegar hann er spurður um æðsta boðorð lögmálsins, segir hann aðeins: Elska skalt þú. Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum byggist allt lögmálið og spámennirnir. Og efsti dómur hans miðast við hið sama: Hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.....Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Er nokkuð til, sem sýnir skýrar, hvað það er, sem grær? Og bendir ekki okkar reynsla, það sem hún nær, til hins sama? Hvað hefir glatt okkur mest? Hvað annað en kærleikur Guðs og manna til okkar, eða okkar til Guðs og manna? Þegar hann hefir snortið okkur, hefir allt orðið bjart og hlýtt. Það er lífið sjálft. Já, jafnvel þótt einhverjum þyki aðeins vænt um blóm eða dýr, þá getur það vísað honum veginn til himins Guðs. Þannig leiftrar kærleikurinn okkur að ofan eins og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.