Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 13
ÞAÐ, SEM GRÆR 11 komst svo langt að segja í nafni Jahve: Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Þennan boðskap hóf Jesús í hæsta veldi: Guð er kærleikur og krefst kærleiks af mönnunum, til þess að þeir verði um síðir kærleikur eins og hann. Verið miskunn- samir eins og faðir yðar á himnum er miskunnsamur. Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkom- inn. Þennan boðskap flutti hann jafnt í orði og verki. Allt líf hans var kærleiksfórn. Hann var sjálfur kærleiki Guðs holdi klæddur hér á jörð. Það er sama hvar flett er upp í guðspjöllunum. Krafa hans um kærleika er alls staðar meginkrafan til mannanna, já, eina krafan, sem felur allar aðrar í sér eins og sólargeislinn litrófið. Þegar hann er spurður um æðsta boðorð lögmálsins, segir hann aðeins: Elska skalt þú. Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum byggist allt lögmálið og spámennirnir. Og efsti dómur hans miðast við hið sama: Hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.....Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Er nokkuð til, sem sýnir skýrar, hvað það er, sem grær? Og bendir ekki okkar reynsla, það sem hún nær, til hins sama? Hvað hefir glatt okkur mest? Hvað annað en kærleikur Guðs og manna til okkar, eða okkar til Guðs og manna? Þegar hann hefir snortið okkur, hefir allt orðið bjart og hlýtt. Það er lífið sjálft. Já, jafnvel þótt einhverjum þyki aðeins vænt um blóm eða dýr, þá getur það vísað honum veginn til himins Guðs. Þannig leiftrar kærleikurinn okkur að ofan eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.