Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 21

Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 21
VARNARRÆÐA TERTÚLLIAN S 19 Allt frá dögum Nerós keisara (54—68) höfðu ofsókn- irnar blossað upp öðru hverju. En á dögum Trajans (98— 117) hafði fremur dregið úr þeim, með því að hann gaf út þau fyrirmæli, að hvorki skyldi leita uppi kristna menn, né sinna nafnlausum kæruskjölum á hendur þeim. Þó skyldi refsa þeim, sem yrðu sannir að sök. En á dögum Antóníusar Píusar (138—161) voru kristnir menn ofsóttir bæði í Róm og Aþenuborg, og árið 155 brauzt út ofsókn í Litlu-Asíu. Eftirmaður hans var hinn frægi, spakvitri keisari, Marcus Aurelius. En einnig hann gaf út bréf um, að refsa skyldi öllum þeim, sem breiddu út ný trúarbrögð, með lífláti eða útlegð. Voru því kristnir menn í Galíleu og fleiri skattlöndum dregnir fyrir dóm á stjórnarárum hans og píndir til bana. Um þessar mundir var borgin Kartagó á Norður- Afríkuströnd ein hin blómlegasta og auðugasta verzl- arborg. Þar hafði risið upp kristinn söfnuður, sem orðið hafði að þola ýmsar ofsóknir. Kringum árið 155 fæddist í þessari borg eitt af stórmennum fornkirkjunnar, Quintus Septimus Floreus Tertúllianus, sem hér verður sagt nokkru nánar frá. Hann var sonur rómversks hundraðshöfðingja og ólst upp við heiðna siðu. Var hann látinn nema heimspeki lögvísi og málsnilldarfræði, en síðan gerðist hann um hríð málaflutningsmaður í Róm. Sá vegur þótti vísastur til álits og frama á þeim tímum fyrir þá, sem ekki höfðu getið sér herfrægð né voru í kærleikum við keisarann eða hirðina. Talið er, að Tertúllianus hafi verið all- útsláttarsamur á yngri árum, eins og gerðist með marga unga menn í stórbæjum, en ekki vanrækti hann þó nám sitt. Vann hann sér brátt álit sem lögfræðingur, enda var maðurinn bæði rökfimur og fylginn sér. 1 starfi sínu hafði Tertúllianus oft verið vitni að því, hversu kristnir menn voru ofsóttir og dregnir fyrir lög og dóm. Olli hugrekki þeirra og dirfska honum mikillar úndrunar, og segist hann hafa ályktað sem svo, að einhver kynngikraftur hlyti að vera fólginn í þeirri trú, sem menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.