Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 23
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 21 sjálfur ritað ýmsar áminningar til slíkra manna. En þegar hann talar um kristna menn, á hann ekki við þá, sem hálf- kristnir eru, eða nafnkristnir, heldur hina, sem að hans dómi bera nafn sitt með heiðri, og voru þær kröfur, sem hann gerði til kristinna manna ekki litlar. Það er þó ljóst, að hann hefir komizt í kynni við fjölda einlægra kristinna manna, sem reiðubúnir voru að láta lífið fyrir trú sína, þola píslir og misþyrmingar, fremur en láta kúgast. Blóð þessara manna, segir hann, er útsæði kristindómsins. I eftirfarandi köflum er vitanlega aðeins hægt að taka hrafl eitt úr riti hans, en endursegja sumt, svo að unnt sé að fá nokkum veginn hugmynd um þetta merkilega varnarrit, sem leiftrar af, er vér lesum það, enn þann dag í dag, þó að aðstæður séu nú að ýmsu leyti breyttar. Ritið hefst á þessa leið: „Valdhafar, þér hæstu tindar rómverskra yfirvalda! Jafnan sitjið þér hátt, en hæst sitjið þér þó, er þér sitjið í öndvegi réttvísinnar! En einmitt þá verður niðurlæging yðar mest, er þér sýnið hugleysi. Þér óttist að rannsaka málin í einni sök: Þegar kæra er fram borin á hendur kristnum mönnum. Þá þorið þér ekki að horfast í augu við sannleikann. Þess vegna reynir sannleikurinn að ná til yðar á þennan hátt, í riti. Sannleikurinn skríður ekki né biðst vægðar, og hann undrast það ekki heldur, að þannig skuli vera við hann skipt. Sannleikurinn veit, að hann er framandi og hataður á jörðinni. Frá himni er hann kominn, og á himnum vonar hann að vera elskaður °g í heiðri hafður. En það er þó eins, sem hann óskar hér á jörðu: Hann vill ekki vera dæmdur, án þess að vera heyrður eða þekktur. Hið fyrsta, sem vér kvörtum yfir vegna sannleikans, er hið óréttláta hatur gegn kristindóminum. Af hverju er það sprottið? Það er fyrst og fremst sprottið af van- þekkingu. Það kemur í ljós, að þeir, sem hata, hætta því, er þeir öðlast næga þekkingu. Þá verða þeir kristnir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.