Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 25

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 25
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 23 og lifum. í sifjaspellum, með mörgu fleira, en um þetta erum vér aldrei spurðir, bara hvort vér séum kristnir. Segjum nú svo, að dómarinn gæti fengið einhvern kristinn mann til að játa það, að hann hefði etið svo sem 100 börn. Það væri þó spor í áttina! En þannig er ekki farið að. Þvert á móti er bannað með lögum að leita uppi kristna menn.“ Með þessu síðasta á Tertúllianus við tilskipun þá, sem Trajanus keisari gaf út og áður hefir verið drepið á. Og snýr hann sér þá næst að því, að sýna fram á, hve vitlaus hún sé. Annað hvort sé um glæpamenn að ræða, sem bæði beri að leita uppi og dæma, eða saklausa menn, er fara megi frjálsir ferða sinna, og beri þá ekki heldur að dæma þá. Þegar nú rómverskir dómarar séu að reyna að fara eftir þessum fyrirmælum laganna, snúist allar venjuleg- ar réttarvenjur í höfðinu á þeim. Aðra kvelji þeir til að játa á sig glæpi, sem þeir hafi framið. En þegar kristnir menn standi fyrir réttinum og játi, að þeir séu kristnir, og séu það, þá reyni þeir að pína þá til að afneita krist- inni trú, og játa þannig því, sem ekki sé rétt. Þó að Tertúllianusi þyki þetta hlálegt, þá skín reyndar það í gegn, að hinir heiðnu dómarar hafa séð, að hér var yfirleitt ekki um miklar sakir að ræða, og einungis verið að reyna að fá átyllu til að sleppa sakbomingum. En með ákefð hinnar hreinu samvizku, reynir Ter- túllianus að knýja þá, sem rit hans lesa, að kjarna málsins: ,,Nafn kristindómsins er svo mjög hatað, að það er notað til að kasta skugga á allt, sem gott er. Menn segja: Cajus Seius er ágætur maður, að öðru leyti en því, að hann er kristinn! Eða: Það er hryggilegt um Lucius Titus, sem annars er skynsamur maður, að hann skuli nú allt í einu vera orðinn kristinn! En gæti það ekki hugsazt, að Cajus væri góður og Lucius vitur, af því að þeir eru kristnir? Eða, að þeir hafi tekið kristna trú, af því að þeir voru skynsamir? Hafi hins vegar einhverjir snúizt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.