Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 26
24 KIRKJURITIÐ til kristinnar trúar, sem ekki eru taldir skynsamir, þá er það líka skrifað á reikning kristindómsins. Þá segja menn: Þetta voru bara heimskar konur, þvaðursskjóður og strákastirtlur, sem nú eru gengin yfir í flokk kristinna manna! Svo ósanngjarnir eru menn jafnvel í hatri sínu, að eiginmenn reka frá sér kristnar konur sínar, jafnvel þó kristni þeirra geri þær manni sínum trúrri, og feður, sem annars þola sonum sínum margvíslega óreglu, svipta þá arfi, ef þeir gerast kristnir og þannig auðsveipari en áður. Húsbóndi, sem áður var hógvær, rekur burt þræl sinn, sem tekið hefir kristna trú og við það orðið hús- bóndahollari.“ Þá víkur Tertúllianus að illmælginni um kristna menn. Hann segir, að það sé borið út um þá, að á samkomum sínum drepi þeir ungbörn og eti og fremji þar hinn svi- virðilegasta ólifnað. Sé þessu fyrirkomið á þann hátt, að hundur sé bundinn við ljósastjakann, og þegat mönnum þyki henta, sé hann ginntur með matarbita. Taki seppi þá viðbragð og velti um ljósinu, en síðan fremji kristnir menn hin verstu óhæfuverk í myrkrinu. Þetta segir hann, að hver maður hafi eftir öðrum, en engum detti í hug að rannsaka þetta, né ganga úr skugga um það. Og þó kristnir menn séu umsetnir á alla vegu af óvinum, Gyðingar hati þá, hermennirnir reyni að sjúga fé út úr þeim, jafnvel þeirra eigin hjú sitji stundum á svikráðum við þá, það sé njósnað um þá og oft brotizt inn á samkomur þeirra, þá hafi það þó aldrei komið fyrir, að þar hafi fundizt myrt barn eða kristinn maður með blóðugan munninn. ,,Enda getur hver og einn fundið þetta á sjálfum sér,“ segir hann. „Hver mundi geta hugsað sér það, að fara í veizlu með ungbarn til að stinga það með knífi, þerra blóð þess upp í brauðið og eta síðan með góðri lyst? Eða fremja þar ólifnað, jafnvel með systur sinni eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.